John Grant upplifir öryggi á Íslandi: „Ég gat hvergi verið ég sjálfur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:57 John Grant á Iceland Airwaves 2013. vísir/arnþór Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér. Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
Tónlistarmaðurinn John Grant er í einlægu viðtali við breska dagblaðið Guardian um helgina. Eins og kunnugt er býr hann hér á landi og er í sambúð með íslenskum manni. Grant kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum til að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni og lýsir fyrstu kynnum sínum af landi og þjóð í viðtalinu. Grant segist hafa labbað inn í verslun þar sem Íslendingur að nafni Denni sagði Grant að hann elskaði tónlistina hans. Denni tók Grant í þriggja klukkutíma langan bíltúr og lýsir tónlistarmaðurinn landslaginu við tunglið: „Landslagið var af öðrum heim. Köld og skógarlaus Hawaii. Ljósið, loftið, tungumálið...“Grái fiðringurinn og martröð Grant talar íslensku í dag og féll fyrir landi og þjóð sem hann segir að lifi lífinu eins og hverjum einum sýnist. „Denni var ekki að reyna við mig, hann er gagnkynhneigður, en Íslendingar eru bara svona.“ Ný plata Grant, Grey Tickles, Black Pressure, kemur út í október. Grey Tickles er beinþýðing á íslenska fyrirbærinu „grái fiðringurinn.“ Black Pressure, „svartur þrýstingur“, er síðan tyrkneska fyrir „martröð.“Áfengi, kókaín og áhættusækið kynlíf Á plötunni syngur Grant meðal annars um áfengis-og kókaínfíkn sína og áhættusækið kynlíf en Grant er með HIV-sjúkdóminn. Hann segir að erfiðleika sína megi rekja til fordóma gegn samkynhneigðum þegar hann var ungur drengur í Michigan og síðan Colorado. „Ef ég hló eða brosti í skólanum þá var einhver sem starði á mig með skelfilegu hatri og viðbjóði. Ég varð að stjórna öllu; röddinni minni, andlitstjáningu, hárinu, fötunum hvar sem ég fór, hvenær sem var. Ég held að það hafi valdið mér hrikalegum kvíða,“ segir Grant í viðtalinu. Þá lýsir hann því að hann hafi ekki fengið stuðning frá foreldrum sínum eða kirkjunni sem fjölskyldan sótti á sínum tíma. „Ef þú færð hvorki stuðning heima fyrir né utan veggja heimilisins þá geturðu ekki leitað til neins. Ég gat hvergi verið ég sjálfur.“Fór til Benidorm í frí með manninum og fjölskyldu Grant vill ekki upplýsa í viðtalinu hver sambýlismaður hans er en þó kemur fram að hann vinni sem grafískur hönnuður. Þá fer blaðamaðurinn með Grant á Húrra þar sem sambýlismaðurinn kemur fram. Þar kemst hann líka að því að Grant hafi verið með manni sínum og stjórfjölskyldu hans til Benidorm í sannkallaða fjölskylduferð. John Grant segir að hann finni til öryggis á Íslandi og að það fylgi varfærnisleg bjartsýni þeirri öryggiskennd. Viðtalið við tónlistarmanninn má lesa hér.
Tengdar fréttir Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00 John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30 Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
Enn fleiri listamenn staðfestir á Airwaves Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um tvö hundruð talsins. 26. maí 2015 15:00
John Grant í Jör á Brit-verðlaununum Tónlistarmaðurinn í íslenskri hönnun á rauða dreglinum 21. febrúar 2014 13:30