Bíó og sjónvarp

Meryl Streep og Michael Keaton spá íslenskum Hrútum Óskarsverðlaunum

Guðrún Ansnes skrifar
Þessi tvö voru yfir sig ánægð með Hrúta áTelluride-hátíðinni um helgina.
Þessi tvö voru yfir sig ánægð með Hrúta áTelluride-hátíðinni um helgina.
Kvikmyndin Hrútar var valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í kosningu innan Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á mánudagskvöld. Mun myndin keppa fyrir Íslands hönd sem besta kvikmyndin á erlendu tungumáli. Segir Diljá Ámundadóttir, kynningarfulltrúi Hrúta, það þó ekki staðfestingu á að myndin fari alla leið til Hollywood.

„Nú þarf bara að bíða þar til 28. febrúar en þá mun akademían þar ytra tilkynna tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2016,“ útskýrir hún og vísar til hinna eftirsóttu Un Certain Regard verðlauna á Cannes sem Hrútar hrepptu, sem og smekkfullrar sýningar á myndinni um liðna helgi á Telluride-hátíðinni í Colorado í Bandaríkjunum þar sem færri komust að en vildu. Endaði svo með að blásið var til óvæntrar aukasýningar, slíkur var áhuginn á íslenskum hrútum.

Diljá segir að þar hafi þungavigtarfólk í kvikmyndaiðnaðinum á borð við Michael Keaton og Merryl Streep tjáð sig um ágæti Hrúta.

„Bransinn er mikið að tala um myndina á jákvæðum nótum og telur líklegt að hún rati alla leið. Hvernig sem fer svo á endanum hefur þetta umtal klárlega komið íslenskri kvikmyndagerð enn betur á kortið,“ segir Diljá að lokum. Fari Hrútar alla leið verður kvikmyndin sú þriðja í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til að slást um Óskarinn fyrir hönd Íslendinga. 


Tengdar fréttir

Margir telja að Hrútar fái Óskarstilnefningu

Fáar myndir hafa notið jafn mikila vinsælda eins og hin umtalaða íslenska verðlaunamynd Hrútar en vísa þurfti rúmlega 100 manns frá við frumsýningu myndarinnar í Telluride.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.