Margir sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu þegar myndatökumaður RÚV beindi sjónum sínum að hliðarsal Alþingis þar sem sjá mátti forsætisráðherrann djúpt sokkinn í snjallsímann sinn.
Ekki leið á löngu áður en netverjar höfðu gert sér mat úr símanotkun Sigmundur og margir spurðu sig að því hvað hann hafi raunverulega verið að brasa í miðjum umræðum um eigin stefnuræðu.
Einn giskaði á forsætisráðherrann væri að skjóta fuglum í svín í hinum sívinsæla leik Angry Birds:
Angry Birds 2? #stefnuræða #erþettaiphone #plísvertusamsung pic.twitter.com/dRyEr1lZy4
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) September 8, 2015
@andresjons Ashley Madison? #hvaðsigmundurskoðar
— María Lilja Þrastar (@marialiljath) September 8, 2015