Sjö áhorfendur dóu í spænskri rallkeppni Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:45 Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent