Viðskipti innlent

Kröfuhafar Glitnis samþykkja tíu milljarða í skaðleysissjóð

ingvar haraldsson skrifar
Steinunn Guðbjartsdótti, formaður slitastjórnar Glitnis.
Steinunn Guðbjartsdótti, formaður slitastjórnar Glitnis. vísir/pjetur
Kröfuhafar í Glitni samþykktu í hádeginu beiðni slitastjórnar Glitnis um tíu milljarða skaðleysissjóð sem og skilyrði stjórnvalda um stöðugleikaframlag. Frá þessu greinir DV.

Á fundinum voru samankomnir kröfuhafar sem eiga um 70 prósent krafna á Glitni og voru tillögurnar samþykktar með 98 prósent greiddra atkvæða.

Greiðsla stöðugleikaframlagsins mun kosta Glitni milli 210 og 260 milljarða króna en mun að líkindum spara slitabúinu yfir 100 milljarða króna. Slitastjórnin áætlar að kostnaður af greiðslu stöðugleikaskatts muni kosta á milli 329 og 379 milljarða króna.

Í skaðleyssisjóðinn á að setja 1 prósent eigna Glitnis, um 10 milljarða króna og hann á að tryggja slitastjórn skaðleysi vegna hugsanlegra málsókna í tengslum við ákvarðanir og störf hennar. Sjóðurinn á að standa straum af kostnaði sem gæti fallið á meðlimi slitastjórnarinnar vegna mögulegra málshöfðana eftir að slitameðferð lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×