Alma í stúdíóinu með Scott Storch Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 08:30 Alma segir það frábært tækifæri að fá að vinna með Storch . Mynd/Alma Það er frábært tækifæri að fá að vinna með svona stórum pródúser og líka ákveðin pressa að sanna sig því hann er alla jafna að vinna með stærstu lagahöfundum og „artistum“ í heimi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einnig þekkt sem Alma Goodman, um hvernig það var að vinna með upptökustjóranum Scott Storch. Saman vinna þau að tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams, en Scott Storch er gríðarlega þekktur og virtur í heimi hiphop- og RnB-tónlistar. Undanfarið hefur Alma samið tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams. „Hún er virkilega hæfileikarík og það er búið að vera mjög gaman að vinna með henni. Eigandi plötufyrirtækisins sem hún er á samningi hjá, Anthony West, var í sambandi við Scott og hann hafði strax áhuga á verkefninu. Það var því ákveðið með eins dags fyrirvara að hann kæmi frá Miami til LA og þeir bókuðu Paramount-stúdíóið til að vinna í þrjá daga.“ Alma segir að hæfileikar Scotts Storch hafi strax komið í ljós, um leið og hann byrjaði að vinna með þeim Brooke. „Hann byrjaði á því að pródúsera lag sem ég var búin að semja með henni og það var gaman að heyra hvað hann tók það á næsta level, en Brooke er einmitt að fara að taka upp sitt fyrsta myndband við það lag eftir tvær vikur. Hann gerði svo „track“ við ballöðu sem ég samdi texta og laglínu við og bíð spennt eftir að heyra það lag fullklárað. Planið var að gera nokkurra laga EP en eftir þessar sessjónir var ákveðið að gera heila plötu.“ Þegar allir í stúdíóinu tóku sér hlé frá vinnu fengu þeir að heyra það nýjasta sem Scott Storch er að vinna að. „Hann spilaði fyrir okkur lögin sem hann er að fara að gefa út með Chris Brown, Mario og Rick Ross.“ Alma, sem áður var í hljómsveitunum The Charlies og Nylon, vinnur nú að mestu við lagasmíðar. Hún er búsett í Los Angeles en semur lög fyrir sveitir og listamenn um allan heim. „Í lok september kemur út lag sem ég samdi ásamt Jimmy Wong „Gladius“ fyrir stelpuband sem heitir Sweet California, en sveitin er með samning við Warner á Spáni. Ég er líka reglulega að semja lög fyrir norskan markað sem við Klara Ósk Elíasdóttir gerum mikið af í samstarfi. Við erum svo líka að vinna í hennar eigin tónlist. Mig langar líka að halda tengslum við íslenska tónlist og það var gaman að fá tækifæri til að semja með Öldu Dís og StopWaitGo um daginn fyrir plötuna hennar Öldu.“Scott Storch, upptökustjóri.Hver er Scott Storch? Upptökustjórinn og taktsmiðurinn Scott Storch varð þekkt nafn í hiphop-geiranum skömmu eftir aldamót. Hann var áður hljómborðsleikari hljómsveitarinnar The Roots. Hann varð fyrst þekktur fyrir að semja píanó-stefið í laginu Still D.R.E., sem margir þekkja. Hann samdi taktana í lögum á borð við Lean Back með Fat Joe, Let Me Love You með Mario og Candy Shop með 50 Cent. Hann samdi einnig lögin Naughty Boy, Naughty Girl og Me, Myself and I með Beyncé. Scott Storch flaug hátt á þeim árum sem honum gekk vel. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi keypt sér einkaþoti, 117 feta skútu og tuttug lúxusbíla. Einnig hefur verið fjallað ítarlega um kókaínfíkn upptökustjórans og greindi fréttastofa MTV frá því að hann hafi keypt tíu af þessum tuttugu lúxusbílum á meðan hann var í kókaínvímu. Storch hefur tvisvar lýst yfir gjaldþroti og nokkrum sinnum farið í meðferð vegna fíknar sinnar. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Það er frábært tækifæri að fá að vinna með svona stórum pródúser og líka ákveðin pressa að sanna sig því hann er alla jafna að vinna með stærstu lagahöfundum og „artistum“ í heimi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einnig þekkt sem Alma Goodman, um hvernig það var að vinna með upptökustjóranum Scott Storch. Saman vinna þau að tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams, en Scott Storch er gríðarlega þekktur og virtur í heimi hiphop- og RnB-tónlistar. Undanfarið hefur Alma samið tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams. „Hún er virkilega hæfileikarík og það er búið að vera mjög gaman að vinna með henni. Eigandi plötufyrirtækisins sem hún er á samningi hjá, Anthony West, var í sambandi við Scott og hann hafði strax áhuga á verkefninu. Það var því ákveðið með eins dags fyrirvara að hann kæmi frá Miami til LA og þeir bókuðu Paramount-stúdíóið til að vinna í þrjá daga.“ Alma segir að hæfileikar Scotts Storch hafi strax komið í ljós, um leið og hann byrjaði að vinna með þeim Brooke. „Hann byrjaði á því að pródúsera lag sem ég var búin að semja með henni og það var gaman að heyra hvað hann tók það á næsta level, en Brooke er einmitt að fara að taka upp sitt fyrsta myndband við það lag eftir tvær vikur. Hann gerði svo „track“ við ballöðu sem ég samdi texta og laglínu við og bíð spennt eftir að heyra það lag fullklárað. Planið var að gera nokkurra laga EP en eftir þessar sessjónir var ákveðið að gera heila plötu.“ Þegar allir í stúdíóinu tóku sér hlé frá vinnu fengu þeir að heyra það nýjasta sem Scott Storch er að vinna að. „Hann spilaði fyrir okkur lögin sem hann er að fara að gefa út með Chris Brown, Mario og Rick Ross.“ Alma, sem áður var í hljómsveitunum The Charlies og Nylon, vinnur nú að mestu við lagasmíðar. Hún er búsett í Los Angeles en semur lög fyrir sveitir og listamenn um allan heim. „Í lok september kemur út lag sem ég samdi ásamt Jimmy Wong „Gladius“ fyrir stelpuband sem heitir Sweet California, en sveitin er með samning við Warner á Spáni. Ég er líka reglulega að semja lög fyrir norskan markað sem við Klara Ósk Elíasdóttir gerum mikið af í samstarfi. Við erum svo líka að vinna í hennar eigin tónlist. Mig langar líka að halda tengslum við íslenska tónlist og það var gaman að fá tækifæri til að semja með Öldu Dís og StopWaitGo um daginn fyrir plötuna hennar Öldu.“Scott Storch, upptökustjóri.Hver er Scott Storch? Upptökustjórinn og taktsmiðurinn Scott Storch varð þekkt nafn í hiphop-geiranum skömmu eftir aldamót. Hann var áður hljómborðsleikari hljómsveitarinnar The Roots. Hann varð fyrst þekktur fyrir að semja píanó-stefið í laginu Still D.R.E., sem margir þekkja. Hann samdi taktana í lögum á borð við Lean Back með Fat Joe, Let Me Love You með Mario og Candy Shop með 50 Cent. Hann samdi einnig lögin Naughty Boy, Naughty Girl og Me, Myself and I með Beyncé. Scott Storch flaug hátt á þeim árum sem honum gekk vel. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi keypt sér einkaþoti, 117 feta skútu og tuttug lúxusbíla. Einnig hefur verið fjallað ítarlega um kókaínfíkn upptökustjórans og greindi fréttastofa MTV frá því að hann hafi keypt tíu af þessum tuttugu lúxusbílum á meðan hann var í kókaínvímu. Storch hefur tvisvar lýst yfir gjaldþroti og nokkrum sinnum farið í meðferð vegna fíknar sinnar.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp