Íslenski boltinn

Tryggir Ísland sig á EM í dag?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslendingar fagna marki Gylfa í Amsterdam.
Íslendingar fagna marki Gylfa í Amsterdam. vísir/valli
Ísland mætir Kazakstan í einum mikilvægasta leik sem karlalandslið í knattspyrnu hefur spilað, en nái íslenska liðið eitt stig úr leiknum í kvöld hefur það tryggt sig inn á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016.

Ísland mætir, eins og fyrr segir, Kazakstan á Laugardalsvelli í dag, en leikurnn hefst klukkan 18:45. Íslenska liðið þarf einungis eitt stig úr leiknum til þess að tryggja sig inná EM, en með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum gæti Ísland verið komið á EM áður en flautað verður til leiks í Laugardalnum.

Tyrkland og Holland mætast í Tyrklandi, en bæði lið verða að vinna þann leik til að geta átt möguleika á að tryggja sig beint áfram. Skilji liðin jöfn er Ísland komið á EM áður en það verður flautað til leiks í Laugardalnum í kvöld.

Lettland og Tékkland mætast einnig, en leikið verður í Lettlandi. Tékkland er tveimur stigum á eftir okkur Íslendingum í öðru sætinu, en þar á eftir koma Hollendingar með tíu stig í því þriðja.

Vísir veður að sjálfsögðu vel með á nótunum í dag, en leiknum verður lýst í Boltavaktinni auk þess sem stemningunni á Ölver verður fylgt í dag þar sem stuðningsmenn Íslands hittast og kyrrja söngva fyrir leikinn.

Allar upphitunargreinar Vísis fyrir leikinn má svo lesa hér fyrir neðan.

Leikir dagsins í A-riðli:

16.00 Lettland - Tékkland

16.00 Tyrkland - Holland

18.45 Ísland - Kazakstan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×