Lífið

Bein útsending: Fylgstu með Ungfrú Ísland á Vísi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ungfrú Ísland fer fram með pompi og prakt í Hörpu í kvöld og herlegheitin verða í beinni útsendingu hér á Vísi. Útsendingin, sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2, hefst að loknum fréttum í spilaranum hér að ofan og keppnin hefst klukkan 19.15.

Það eru 24 stúlkur sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland að þessu sinni og mun sú sem sigrar keppa fyrir hönd okkar Íslendinga í Miss World í Kína í desember. Auk þessa mun hún hljóta hina ýmsu vinninga frá styrktaraðilum keppninnar.

Hér geturðu kynnt þér alla keppendur.

Stelpurnar hafa verið við undirbúning í allt sumar. Þær fengu förðunarþjálfun, þjálfun í sviðsframkomu og framkomu í fjölmiðlum til að mynda. Eins og tilkynnt var í upphafi sumars hefur undirbúningur keppenda verið með breyttu sniði í ár, en skipuleggjendur segja að aukin áhersla verði lögð á þætti á borð við eflingu sjálfsmyndar og framkomu í fjölmiðlum. Hjónin Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, kennd við World Class, keyptu keppnina í fyrra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×