Sjá má upptöku frá fréttamannafundinum að neðan þar sem Baltasar segir frá upptökunum í Nepal, auk þess að Gyllenhaal segir frá því þegar fjölskylda Scott Fischer hafði samband við hann til að ræða þær áhyggjur sem hún hafði af því hvernig Fischer yrði túlkaður í myndinni.
Gyllenhaal fer með hlutverk Fischer í Everest sem segir frá atburðum sem gerðust á fjallinu árið 1996.