Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2015 13:55 Baltasar leikstýrir myndinni. vísir Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og verðu myndin frumsýnd þar í dag. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. „Universal-kvikmyndaverið getur nú þegar bókað þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu,“ skrifar gagnrýnandi Hollywood Reporter. „Leikarahópurinn er stórkostlegur og það eina sem maður hefði viljað sjá var aðeins meira til sjerpanna og þeirra hlutverka í svona fjallgöngum.“ Gagnrýnandi segir að mikill stígandi hafi verið í verkefnum Baltasars undanfarin ár og nú sé hann kominn í flokk með þeim stóru. Á síðunni IMDB er Everest með 8,9 í einkunn og á síðu Rotten Tomatoes fær hún 7 í einkunn. Gagnrýnandi The Guardian er reyndar ekki jafn hrifinn og aðrir og gefur myndinni tvær stjörnur.Stuff frá Nýja-Sjálandi gefur myndinni fimm stjörnur.Coming Soon gefur henni átta af 10. Hjá Indiewire fær hún B+ Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og verðu myndin frumsýnd þar í dag. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. „Universal-kvikmyndaverið getur nú þegar bókað þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu,“ skrifar gagnrýnandi Hollywood Reporter. „Leikarahópurinn er stórkostlegur og það eina sem maður hefði viljað sjá var aðeins meira til sjerpanna og þeirra hlutverka í svona fjallgöngum.“ Gagnrýnandi segir að mikill stígandi hafi verið í verkefnum Baltasars undanfarin ár og nú sé hann kominn í flokk með þeim stóru. Á síðunni IMDB er Everest með 8,9 í einkunn og á síðu Rotten Tomatoes fær hún 7 í einkunn. Gagnrýnandi The Guardian er reyndar ekki jafn hrifinn og aðrir og gefur myndinni tvær stjörnur.Stuff frá Nýja-Sjálandi gefur myndinni fimm stjörnur.Coming Soon gefur henni átta af 10. Hjá Indiewire fær hún B+
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein