Bíó og sjónvarp

Skrítin stemning í Bíó Paradís

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir.
Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir. vísir
Heimildamyndin I want to be Weird verður frumsýnd kl. 20 í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. september. Myndin fjallar um bresku listakonuna Kitty Von-Sometime sem hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár.

Hún er hvað þekktust fyrir The Weird Girls Project, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Síðasti þáttur The Weird Girls Project, #EmbraceYourself, vakti mikla athygli í fjölmiðlum hér heima og erlendis sl. vor. Í því verki lagði Kitty áherslu á að styrkja líkamsmynd kvenna og voru konurnar sem tóku þátt naktar en þaktar glimmeri og svartri málningu.

Leikstjóri I Want to be Weird er Brynja Dögg Friðriksdóttir.  I Want to be Weird var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor þar sem hún fékk góðar viðtökur. Þá verður hún sýnd á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í 18.-23. september, þar sem myndin er tilnefnd til verðlauna sem besta norræna heimildamyndin.

Í tengslum við sýningar á I Want to be Weird stendur Bíó Paradís fyrir sýningu í innri sal Bíó Paradísar á verkum Kittyar og The Weird Girls Project. Búningar, ljósmyndir og myndbandsþættir The Weird Girls Project eru meðal þess sem verður á sýningunni sem stendur til og með 23. september. Sýningin Kittyar er öllum opin og aðgangur er frír.

Sýning Kittyar hefst kl. 19:30 í Bíó Paradís, en frumsýning I Want to be Weird hefst kl. 20:00, fimmtudaginn 3. september.

Myndband um gerð verksins er hægt að sjá hér að neðan. 

Behind the Scenes of Episode 16 of The Weird Girls Project from Kitty Von-Sometime on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.