Lífið

Landsleikurinn verður sýndur á risaskjá á Ingólfstorgi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það verður væntanlega rosaleg stemning á Ingólfstorgi.
Það verður væntanlega rosaleg stemning á Ingólfstorgi.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því hollenska á morgun klukkan 18:45 í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Amsterdam í Hollandi og er búist við að 3000-3500 Íslendingar verði á staðnum en Amsterdam- Arena tekur tæplega 53.000 manns í sæti og er orðið uppselt á leikinn.

Nova ætlar að rífa upp stemninguna fyrir leikinn á Ingólfstorgi, eða Arena de Ingólfstorg eins og það verður kallað á leikdag. Sjálfur leikurinn verður svo sýndur í beinni útsendingu á torginu, á stærsta og öflugasta risaskjá sem hefur komið til landsins.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, á von á því að stemningin verði með besta móti.

„Við gerðum þetta í fyrrasumar og gekk það vonum framar. Það ríkir mikil spenna fyrir leiknum svo hvetjum alla til að mæta á Arena de Ingólfstorg, hvetja okkar menn til dáða og skemmta sér í leiðinni“, segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.