Lífið

Æfir fimleika og hugrekkið Esja María Steindórsdóttir verður fimm ára í nóvember og er á leikskólanum Laufásborg. Hún æfir fimleika og Páll Óskar er uppáhaldssöngvarinn hennar.

Esju Maríu finnst skemmtilegast á leikskólanum þegar einhver á afmæli. ?Fréttablaðið/Anton
Esju Maríu finnst skemmtilegast á leikskólanum þegar einhver á afmæli. ?Fréttablaðið/Anton
Esja María Steindórsdóttir verður fimm ára í nóvember. Hún æfir fimleika og Páll Óskar er uppáhaldssöngvarinn hennar. Ertu í leikskóla? Já, ég er á Laufásborg sem er alveg eins og kastali í laginu, ég er á eldri stúlkna kjarna. Ég er sko alveg að verða fimm ára áður en jólin koma. Hvað er skemmtilegast í leikskólanum? Sko, þegar einhver á afmæli þá er skemmtilegast. Þá eru 100 kökur í boði en samt bara ein á mann. Hver er uppáhaldssöngvarinn þinn? Páll Óskar af því ég elska hann. Áttu gæludýr? Já, tvo hunda. Ein heitir Stella, hún býr hjá ömmu Boggu og afa Snorra, hin heitir Fífa og býr hjá Önnu Maríu og Tinnu frænkum mínum. Svo á ég kött sem býr hjá Evu frænku. Pabbi minn er nefnilega með ofnæmi fyrir loði þannig að þau geta ekki búið hjá okkur. Finnst þér gaman í leikhúsi? Já og í vetur ætla ég að sjá Billy Elliot. Ertu að æfa eitthvað? Ég æfi fimleika, svo er ég að æfa mig að vera hugrökk. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í fimleika og í Hljómskálagarðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×