Ráðherrar lofa Everest Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 09:00 Margir þekktir voru mættir til að fagna með Baltasar. Þar á meðal herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton Brink Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Margir þekktir Íslendingar mættu á frumsýningu Everest á fimmtudagskvöld. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, var sjálfur á staðnum og ræddi við gesti fyrir myndina. Meðal annars bað hann alla Íslendinga sem unnu að myndinni til þess að koma fremst í salinn, til þess að sýna viðstöddum hversu margir héðan lögðu hönd á plóg. Mikill fjöldi Íslendinga vann við myndina og sinnti hinum ýmsu störfum, til dæmis tæknivinnslu myndarinnar, sem gagnrýnendur eru flestir sammála um að sé stórkostleg. Meðal þeirra sem komu á frumsýninguna voru nokkrir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Lífið fékk þá til að segja lesendum upplifun þeirra af myndinni.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Manni finnst raunar alveg ótrúlegt hvað manneskjur eru tilbúnar til að leggja á sig: Bæði þetta fólk sem hefur ástríðuna fyrir fjallgöngunni sem myndin fjallar um, en ekki síður líka þeir sem taka að sér að miðla þessari sögu til okkar með þessum hætti. Manni finnst líka ótrúlegt að Íslendingur sé kominn í þá stöðu að hafa tækifæri til að búa til svona listaverk. Það er mjög merkilegt og fyllir mann af ákveðnu stolti. Mér þótti gaman að sjá hvað Baltasar fékk marga Íslendinga til þess að vinna með sér. Hann fær greinilega það besta út úr fólki. Það er ótrúlegt að sjá þessa kynslóð fólks úr grasi með þessa hæfileika í kvikmyndagerð. Baltasar er toppmaður, eins og sagt var um einn fjallgöngugarp.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra„Mér fannst myndin alveg stórkostleg. Maður upplifði atburðarrásina mjög sterkt í henni, þetta var allt svo raunverulegt fyrir manni. Myndin verður allt að því „brútalt“ raunveruleg. Mér finnst myndin sameina tvo heima, heim Hollywood-myndanna og heimildarmyndanna. Hún gefur manni þessa stórmyndatilfinningu og drama en á sama tíma upplifunina að svona hafi hlutirnir gerst nákvæmlega. Þessi mynd og stærðin á henni sýnir auðvitað þá stöðu sem Baltasar er kominn í sem leikstjóri. Svona skiptir miklu máli fyrir íslenska kvikmyndagerð, það að hann nái svona langt. Það er ótrúlegt hvað íslensk kvikmyndagerð hefur vakið mikla athygli erlendis, þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er frábært fyrir okkur öll. Svona stór mynd vekur athygli á íslenskri kvikmyndagerð og íslenskri menningu.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.„Mér fannst eitt af augnablikum kvöldsins vera þegar Baltasar safnaði öllum Íslendingunum sem unnu að myndinni saman. Þó myndin hafi ekki verið tekin hér þá er hún íslensk. Hún er framleidd af Íslendingum og er með stóra íslenska stoð. Þetta er stórmynd á alla mælikvarða. Mikil upplifun og myndin virkilega raunveruleg. Mér varð kalt þegar það varð snjóstormur í myndinni og hefði viljað fá húfu og vettlinga á köflum. Mér þótti myndin algjörlega frábær. Myndatakan var flott og íslenski hluti myndarinnar – eftirvinnslan og tæknin var framúrskarandi. Vonandi verður þetta til þess að draga meira af slíkri vinnu hingað til lands. Sem er líka markmiðið okkar með endurgreiðslukerfinu til kvikmyndaframsleiðslu. Við viljum styrkja og efla kvikmyndaiðnaðinn sem er greinilega á heimsmælikvarða.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.„Everest er frábær mynd. Kvikmyndagerð er mikilvæg og öflug atvinnugrein og það er augljóst að við eigum fólk í greininni sem er á heimsmælikvarða. Baltasar heldur áfram að gera frábæra hluti og ekki má gleyma Daða Einarssyni - tæknibrellurnar voru framúrskarandi líkt og í öðrum myndum sem hann hefur komið nálægt.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra. Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Margir þekktir Íslendingar mættu á frumsýningu Everest á fimmtudagskvöld. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, var sjálfur á staðnum og ræddi við gesti fyrir myndina. Meðal annars bað hann alla Íslendinga sem unnu að myndinni til þess að koma fremst í salinn, til þess að sýna viðstöddum hversu margir héðan lögðu hönd á plóg. Mikill fjöldi Íslendinga vann við myndina og sinnti hinum ýmsu störfum, til dæmis tæknivinnslu myndarinnar, sem gagnrýnendur eru flestir sammála um að sé stórkostleg. Meðal þeirra sem komu á frumsýninguna voru nokkrir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Lífið fékk þá til að segja lesendum upplifun þeirra af myndinni.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Manni finnst raunar alveg ótrúlegt hvað manneskjur eru tilbúnar til að leggja á sig: Bæði þetta fólk sem hefur ástríðuna fyrir fjallgöngunni sem myndin fjallar um, en ekki síður líka þeir sem taka að sér að miðla þessari sögu til okkar með þessum hætti. Manni finnst líka ótrúlegt að Íslendingur sé kominn í þá stöðu að hafa tækifæri til að búa til svona listaverk. Það er mjög merkilegt og fyllir mann af ákveðnu stolti. Mér þótti gaman að sjá hvað Baltasar fékk marga Íslendinga til þess að vinna með sér. Hann fær greinilega það besta út úr fólki. Það er ótrúlegt að sjá þessa kynslóð fólks úr grasi með þessa hæfileika í kvikmyndagerð. Baltasar er toppmaður, eins og sagt var um einn fjallgöngugarp.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra„Mér fannst myndin alveg stórkostleg. Maður upplifði atburðarrásina mjög sterkt í henni, þetta var allt svo raunverulegt fyrir manni. Myndin verður allt að því „brútalt“ raunveruleg. Mér finnst myndin sameina tvo heima, heim Hollywood-myndanna og heimildarmyndanna. Hún gefur manni þessa stórmyndatilfinningu og drama en á sama tíma upplifunina að svona hafi hlutirnir gerst nákvæmlega. Þessi mynd og stærðin á henni sýnir auðvitað þá stöðu sem Baltasar er kominn í sem leikstjóri. Svona skiptir miklu máli fyrir íslenska kvikmyndagerð, það að hann nái svona langt. Það er ótrúlegt hvað íslensk kvikmyndagerð hefur vakið mikla athygli erlendis, þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er frábært fyrir okkur öll. Svona stór mynd vekur athygli á íslenskri kvikmyndagerð og íslenskri menningu.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.„Mér fannst eitt af augnablikum kvöldsins vera þegar Baltasar safnaði öllum Íslendingunum sem unnu að myndinni saman. Þó myndin hafi ekki verið tekin hér þá er hún íslensk. Hún er framleidd af Íslendingum og er með stóra íslenska stoð. Þetta er stórmynd á alla mælikvarða. Mikil upplifun og myndin virkilega raunveruleg. Mér varð kalt þegar það varð snjóstormur í myndinni og hefði viljað fá húfu og vettlinga á köflum. Mér þótti myndin algjörlega frábær. Myndatakan var flott og íslenski hluti myndarinnar – eftirvinnslan og tæknin var framúrskarandi. Vonandi verður þetta til þess að draga meira af slíkri vinnu hingað til lands. Sem er líka markmiðið okkar með endurgreiðslukerfinu til kvikmyndaframsleiðslu. Við viljum styrkja og efla kvikmyndaiðnaðinn sem er greinilega á heimsmælikvarða.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.„Everest er frábær mynd. Kvikmyndagerð er mikilvæg og öflug atvinnugrein og það er augljóst að við eigum fólk í greininni sem er á heimsmælikvarða. Baltasar heldur áfram að gera frábæra hluti og ekki má gleyma Daða Einarssyni - tæknibrellurnar voru framúrskarandi líkt og í öðrum myndum sem hann hefur komið nálægt.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira