Lífið

Stelpustand í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nadia, Snjólaug og Bylgja.
Nadia, Snjólaug og Bylgja. vísir
Þrjár ungar konur standa fyrir uppistandi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld.

Um er að ræða Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Þórdísi Nadiu og Bylgju Babýlóns en þær hafa nýtt sumarið í að ferðast út á land og flytja uppistönd. Nú er tekið að hausta og því öruggast að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins.

Snjólaug Lúðvíksdóttir er einhleyp kona um þrítugt og glímir daglega við alla þá erfiðleika sem því fylgja. Hún þarf að fróa sér sjálf og leiðist það segir í tilkynningu frá stelpunum.

Þórdísi Nadiu ættu flestir að þekkja hún hefur verið að uppistandast um árabil og talar um erfiðleikana sem fylgja því að vera örlítið brúnni en hinn steríó týpíski Íslendingur.

Bylgja Babýlons er með eigin kynfæri á heilanum og vill gjarnan tala um þau á almennum vettvangi. Hún er á leiðinni í túr um Lettland, Eistland og Finnland.

Síðan ætla Bylgja og Snjólaug að hittast í London og standa fyrir tíu sýningum, svo hver fer að verða síðastur að sjá þær á Íslandi.

Allar munu þær koma fram á Reykjavik Comedy Festival í október. Sýningin í Bæjarbíói hefst klukkan 22 í kvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×