Lífið

Eyddi sex mánuðum og hálfri milljón til að gera sæmilega samloku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur langt framleiðsluferli.
Heldur langt framleiðsluferli. vísir
Á YouTube svæðinu How to make Everything má fylgjast með ungum manni sem eyddi sex mánuðum og 1500 dollurum í það að útbúa samloku, alveg frá grunni.

Hann ræktaði eigið grænmeti, eimaði salt upp úr sjó, mjólkaði kú til að gera sinn eigin ost, slátraði kjúklingi og margt fleira. Þetta gerði maðurinn til þess eins og gera sína eigin samloku.

Hráefnið kostaði hann alls um tvö hundruð þúsund íslenskar krónur en heildarkostnaður var um hálf milljón íslenskra króna.

„Þetta er bara allt í lagi, ekkert mikið meira en það," sagði maðurinn þegar hann hafði tekið fyrsta bitann. „Þarna fóru sex mánuðir af mínu lífi."

Hér að neðan má sjá ferlið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×