Viðskipti innlent

Bankasýslan undirbýr sölu Landsbankans

ingvar haraldsson skrifar
Ríkið á nú 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum.
Ríkið á nú 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. vísir
Bankasýsla ríkisins hefur hafið undirbúning að sölu að 30 prósenta eignarhlut ríkisins í Landsbankanum.

Stefnt er að því að fyrstu sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum verði lokið á seinni hluta ársins 2016 að því gefnu að stöðugleiki verði á fjármálamörkuðum og rekstrarafkoma Landsbankans í tak við áætlanir. Þetta kemur fram í bréfi sem Bankasýslan ritaði til fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hafði gefið út að selja ætti allt að 30 prósenta hlut í bankanum líkt og heimild hafi verið fyrir í lögum um nokkurt skeið. Ríkissjóður á nú 98 prósenta eignarhlut í bankanum. 

Sjá einnig: Hluti Landsbankans einkavæddur á næsta ári

Bankasýslan hyggst skila formlegri tillögu um söluna til ráðherra fyrir 31. janúar næstkomandi. Fram að því muni stofnunin ræða mögulega útfærslu á sölu Landsbankans við stærstu stofnanafjárfesta landsins, til að mynda lífeyrissjóði og fjárfestingarsjóði auk alþjóðlega fjárfestingabanka.



Þá hyggst Bankasýslan gefa út skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar síðar á þessu ári.


Tengdar fréttir

Hvað liggur á?

Í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að einkavæða allt að 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×