Lífið

Jessie J sló í gegn - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir heppnuðust vel.
Tónleikarnir heppnuðust vel. vísir/anton brink
Breska tónlistarkonan Jessie J tróð upp í í Laugardalshöll í gærkvöldi og heppnuðust tónleikarnir virkilega vel. Fimm þúsund og fimm hundruð áhorfendur voru í höllinni og voru sumir aðdáendur mættir sex klukkutímum fyrr fyrir utan höllina.

Jessie J spratt fram á sjónarsviðið fyrir fjórum árum en hún er fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu lista en á meðal hennar þekktustu smella eru lögin Price Tag, Bang Bang og Domino.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum í gærkvöldi en Anton Brink, ljósmyndari 365, var á svæðinu. Hér má síðan skoða myndir sem tónleikagestir tóku á tónleikunum í gærkvöldi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.