Lífið

Vinsælustu lykilorðin á Ashley Madison eru 123456, 12345 og Password

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt.
Hakkararnir segja öryggi síðunnar Ashley Madison hafa verið hlægilegt. Vísir/Getty
Það kemur kannski mörgum á óvart að vinsælustu lykilorðin inn á vefinn Ashley Madison eru mjög auðveld að muna. Við erum að tala um annaðhvort 123456, 12345 eða password.

Hakkarar réðust á vefinn á dögunum og stálu þaðan upplýsingum um 37 milljónir notenda vefsins sem er fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum.

Vefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Fram hefur komið í fjölmiðlum hér á Íslandi að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og eiginkona hans Þóra Margrét Baldvinsdóttir skráðu sig fyrir forvitnisakir vefinn.

Sjá einnig:Fjármálaráðherra skráður á framhjáhaldssíðu

Hakkarahópurinn hefur nú gefið út 100 vinsælustu lykilorðin á síðunni og eru mörg þeirra nokkuð spaugileg. Hér að neðan má sjá tuttugu vinsælustu.

Hér að neðan má sjá vinsælustu lykilorðin á síðunni.

Tengdar fréttir

Ice-forskeytið vinsælt og gamalreynt

Þeir Íslendingar sem vilja vekja athygli á sér og svo uppruna sínum grípa gjarnan til forskeytisins Ice -- og það sem meira er, það virðist virka.

IceHot1 ísinn kominn í sölu

Nú hefur ísbúðin Valdís sett ís í sölu sem gengur undir nafninu Icehot1. Um er að ræða ís sem inniheldur hvítt súkkulaði og chilli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×