Smá hnökrar Magnús Guðmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hitti líkast til naglann á höfuðið í vikunni þegar hann sagði Pírata vera jaðarflokk. Flokk sem nýtur fylgist vegna þess að almenningur hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum. Efalítið er mikið til í þessu. En hins vegar verður að setja stórt spurningamerki við það að setja Pírata þar með undir hatt óskyldra framboða víða um Evrópu og forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum. Það gæti Pírötum hafa sárnað en þeir svara þá fyrir það ef þeir mega vera að. En við hin getum horft út í jaðarinn og reynt að átta okkur á því hvað það er sem laðar fylgi almennings þangað um þessar mundir og hvers vegna gengur upp að skilgreina Pírata sem jaðarflokk. Það sem felst í því að tilheyra jaðrinum er nefnilega fyrst og fremst valdaleysi. Bæði einstaklingar sem og samfélagshópar geta tilheyrt jaðrinum. Þekktir jaðarhópar í samtímanum eru til að mynda öryrkjar, útigangsfólk, aldraðir, atvinnulausir, innflytjendur og svo mætti áfram telja upp ýmsa valdalausa eða að minnsta kosti valdalitla minnihlutahópa. Konur hafa líka búið við það að tilheyra jaðrinum sem valdalaus hópur með öllu og upp úr slíku valdaleysi, slíkri jaðarsetningu, spratt einmitt Kvennaframboðið á sínum tíma. Það breytti miklu og vann stóra sigra þó enn séu mörg óunnin verkin í þeim efnum. Þar sem fólk hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum, eins og Sigmundur Davíð bendir á, þá leitar það annað. Það leitar einmitt til valdalauss hóps sem tilheyrir jaðrinum og er því engum háður. Píratar hafa nefnilega, ólíkt fjórflokknum, engin sjáanleg tengsl við hagsmunaaðila og engra hagsmuna að gæta nema þá heildarhagsmuna þjóðarinnar. Fyrir hinn almenna og langþreytta kjósanda í íslenskum stjórnmálum hljómar það eins og draumur í dós. Píratar hafa aldrei verið við völd og hafa því aldrei skellt í virkjun, verksmiðju eða göng þegar korter er í kosningar og það finnst kjósendum líkast til nokkuð aðlaðandi. Málið er að Píratar eru, eins og svo stór hluti fólksins í landinu, nánast með öllu valdalausir nema á fjögurra ára fresti og það er óviðunandi ástand. Því í lýðræðisríki vill lýðurinn ráða. Það ætti að segja sig sjálft en gerir það þó greinilega ekki því það eru nefnilega, eins og Sigmundur Davíð bendir á, hnökrar á lýðræðinu sem við búum við á Íslandi. Sigmundur Davíð virðist meta það sem svo að hnökrarnir felist í vantrú almennings á hefðbundnum stjórnmálum. Úr þessu þurfi að bæta og það standi upp á stjórnmálaflokkana að gera það. Stjórnmálaflokkur forsætisráðherra hefur samanlagt verið við völd á Íslandi áratugum saman en hnökrarnir felast í vantrú almennings. Nei, það einfaldlega gengur ekki upp. Hnökrarnir felast í stjórnarháttum þeirra sem hundsa vilja almennings nema á fjögurra ára fresti. Hnökrarnir felast í þeim sem fara frekar að vilja hagsmunaaðila en vilja almennings. Hnökrarnir liggja í kjarna valdsins en ekki á jaðrinum hjá valdalausum lýðnum. Lýðnum sem vill hafa meira að segja um líf sitt og samborgara sinna en er í boði á fjögurra ára fresti með loforðum um ís fyrir alla og ídýfu með. Því er aukið lýðræði það eina sem getur bjargað stjórnmálunum en ekki flokkarnir sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hitti líkast til naglann á höfuðið í vikunni þegar hann sagði Pírata vera jaðarflokk. Flokk sem nýtur fylgist vegna þess að almenningur hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum. Efalítið er mikið til í þessu. En hins vegar verður að setja stórt spurningamerki við það að setja Pírata þar með undir hatt óskyldra framboða víða um Evrópu og forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum. Það gæti Pírötum hafa sárnað en þeir svara þá fyrir það ef þeir mega vera að. En við hin getum horft út í jaðarinn og reynt að átta okkur á því hvað það er sem laðar fylgi almennings þangað um þessar mundir og hvers vegna gengur upp að skilgreina Pírata sem jaðarflokk. Það sem felst í því að tilheyra jaðrinum er nefnilega fyrst og fremst valdaleysi. Bæði einstaklingar sem og samfélagshópar geta tilheyrt jaðrinum. Þekktir jaðarhópar í samtímanum eru til að mynda öryrkjar, útigangsfólk, aldraðir, atvinnulausir, innflytjendur og svo mætti áfram telja upp ýmsa valdalausa eða að minnsta kosti valdalitla minnihlutahópa. Konur hafa líka búið við það að tilheyra jaðrinum sem valdalaus hópur með öllu og upp úr slíku valdaleysi, slíkri jaðarsetningu, spratt einmitt Kvennaframboðið á sínum tíma. Það breytti miklu og vann stóra sigra þó enn séu mörg óunnin verkin í þeim efnum. Þar sem fólk hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum, eins og Sigmundur Davíð bendir á, þá leitar það annað. Það leitar einmitt til valdalauss hóps sem tilheyrir jaðrinum og er því engum háður. Píratar hafa nefnilega, ólíkt fjórflokknum, engin sjáanleg tengsl við hagsmunaaðila og engra hagsmuna að gæta nema þá heildarhagsmuna þjóðarinnar. Fyrir hinn almenna og langþreytta kjósanda í íslenskum stjórnmálum hljómar það eins og draumur í dós. Píratar hafa aldrei verið við völd og hafa því aldrei skellt í virkjun, verksmiðju eða göng þegar korter er í kosningar og það finnst kjósendum líkast til nokkuð aðlaðandi. Málið er að Píratar eru, eins og svo stór hluti fólksins í landinu, nánast með öllu valdalausir nema á fjögurra ára fresti og það er óviðunandi ástand. Því í lýðræðisríki vill lýðurinn ráða. Það ætti að segja sig sjálft en gerir það þó greinilega ekki því það eru nefnilega, eins og Sigmundur Davíð bendir á, hnökrar á lýðræðinu sem við búum við á Íslandi. Sigmundur Davíð virðist meta það sem svo að hnökrarnir felist í vantrú almennings á hefðbundnum stjórnmálum. Úr þessu þurfi að bæta og það standi upp á stjórnmálaflokkana að gera það. Stjórnmálaflokkur forsætisráðherra hefur samanlagt verið við völd á Íslandi áratugum saman en hnökrarnir felast í vantrú almennings. Nei, það einfaldlega gengur ekki upp. Hnökrarnir felast í stjórnarháttum þeirra sem hundsa vilja almennings nema á fjögurra ára fresti. Hnökrarnir felast í þeim sem fara frekar að vilja hagsmunaaðila en vilja almennings. Hnökrarnir liggja í kjarna valdsins en ekki á jaðrinum hjá valdalausum lýðnum. Lýðnum sem vill hafa meira að segja um líf sitt og samborgara sinna en er í boði á fjögurra ára fresti með loforðum um ís fyrir alla og ídýfu með. Því er aukið lýðræði það eina sem getur bjargað stjórnmálunum en ekki flokkarnir sjálfir.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun