Lífið

Haust­fagnaður Milljónamæringanna

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Bogomil Font verður sjálfsagt í glimrandi stuði í kvöld.
Bogomil Font verður sjálfsagt í glimrandi stuði í kvöld. Vísir/GVA
Hljómsveitin Milljónamæringarnir snýr aftur úr dvala í kvöld og efnir til allsherjar haustfagnaðar í Gamla bíói í kvöld.

Hljómsveitin ætti að vera flestum kunn en hún á fjölda vel þekktra laga á borð við Marsbúa cha cha cha sem sjálfsagt mun fá að hljóma á ballinu í kvöld. Ballið verður í anda Hauks Morthens og með sveitarúmbu ívafi og segir Bogomil Font hljómsveitina stefna á að halda fleiri böll í vetur.

„Við erum með smá endurkomu, hljómsveitin er búin að vera í dvala,“ segir hann glaður í bragði.

Örlítið hefur verið hrist upp í mannaskipan hljómsveitarinnar og hafa bræðurnir Snorri og Steinar Sigurðssynir gengið til liðs við Milljónamæringana og leika á trompet og saxófón.

Á sviðinu verða einnig þeir Bogomil Font, Bjarni Arason og Raggi Bjarna en á trommur ber Steingrímur Guðmundsson, Birgir Bragason verður á bassa og Karl Olgeirsson á hljómborðinu og segir Sigtryggur mega eiga von á því að heyra helstu slagara sveitarinnar. „Við ætlum að leggja áherslu á þessa dansmúsík,“ segir hann glaður í bragði að lokum.

Tónleikarnir fara líkt og áður sagði fram í Gamla Bíói og hefjast þeir klukkan 23.59.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×