Lífið

Hætta framleiðslu Múmínbollanna í heimalandinu: „Við aðdáendurnir verðum að láta í okkur heyra“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erna Hrund á flott safn af bollum.
Erna Hrund á flott safn af bollum. vísir
„Já, ég get ekki sagt annað en mér finnist þetta dálítið leiðinlegt þar sem maður missir þarna tengingu bollanna við Finnland og þannig við einhvern vegin heimaland múmínálfanna,“ segir Erna Hrund Hermannsdóttir, stjörnubloggari og samfélagsmiðlaráðgjafi um þær fréttir að framleiðslu múmínbolla verði hætt í Finnlandi.

Eins og fram kemur í frétt mbl hefur verið ákveðið að flytja framleiðslu á Arabia-vörunum úr landi en 130 manns störfuðu í verksmiðjunni.

Erna Hrund er sérstakur aðdáandi og á rosalegt Múmínsafn sem hún sýnir á bloggsíðu sinni.

„Svo er engin leið að geta sagt um að gæði bollanna verði eins og hvort það sé verið að auka framleiðsluna þá til muna og þá verða bollarnir kannski ekki jafn sérstakir. Það er svo gaman að safna bollunum því þeir eru svo veglegir og fallegir og einstakir og ég er smá hrædd um að þeir muni missa sjarma sinn.“

Erna segir þetta vera skrítna ákvörðun.

„Þetta hlýtur auðvitað að vera vegna aukinna vinsælda. Kannski er auðveldara að framleiða meira magn í stærri verksmiðjum. En ég vona kannski að með því að við múmínaðdáendurnir látum í okkur heyra þá kannski sé Arabia Finland tilbúið til að endurskoða ákvörðun sína.“

Bollarnir hafa verið að vaxa gríðarlega í vinsældum síðustu ár.

Sjá einnig:Forfallinn aðdáandi verður að eignast alla bollana

„Þegar ég byrjaði að safna fyrir nokkrum árum núna fannst mér ekkert mikið um það, eða kannski fór bara svona lítið fyrir þeim. Núna seljast bollarnir sem koma í takmörkuðu upplagi upp mjög hratt. Það er vinsælt hjá okkur að skipta á bollum innan múmínhópsins á Facebook og ég þræði Ebay í leit af bollum sem eru hættir í framleiðslu. Mér finnst ofboðslega gaman að safna múmínbollunum og ég elska hvern og einn bolla, þeir eru allir jafnir í mínum augum þó ég eigi reyndar alveg einn uppáhalds.“

Hún segir að bollarnir séu alveg við það að ná Kahler brons vasanum í vinsældum.

„Dýrustu bollarnir fara á um hundrað þúsund krónur á ebay - safnið mitt er eiginlega bara orðið þannig að það verður bara veglegur arfur fyrir strákana mína.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×