Heildarveiðin komin í 43.488 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2015 09:30 Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði
Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði