Með sprengjuna í blóðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. september 2015 07:00 Fanndís á Kópavogsvellinum þar sem Blikar taka við Íslandsbikarnum á morgun. vísir/stefán „Ég er bara enn að jafna mig og átta mig á að þetta er í alvörunni að gerast. Við tökum á móti Íslandsbikarnum á laugardaginn,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, í viðtali við Fréttablaðið. Fanndís og liðsfélagar hennar í Blikaliðinu, sigruðu Þór/KA í 17. umferð deildarinnar, 2-1, síðastliðið mánudagskvöld eftir að lenda undir. Tvö mörk í seinni hálfleik, þar af sigurmark frá Fanndísi, innsigluðu sigurinn í leiknum og deildinni. „Við vorum ömurlegar í fyrri hálfleik. Svo náðum við að stilla þetta saman í þeim síðari og klára þetta með stæl. Það var heldur ekkert annað hægt fyrst Kópacabana [stuðningsmannasveit Blika, innsk. blm] var mætt. Það var ekki hægt að senda þá heim fúla fyrst þeir voru komnir alla þessa leið,“ segir Fanndís, en kitlaði það ekki egó framherjans að skora markið sem gulltryggði titilinn? „Ég var allavega gríðarlega ánægð með það,“ segir hún.Fanndís fagnar sigurmarki sínu gegn Þór/KA á mánudaginn.vísir/auðunn níelssonTöframaðurinn Sigurjón Breiðablik er sigursælasta kvennalið Íslandssögunnar, en Íslandsmeistaratitillinn sem þær unnu á mánudagskvöldið er sá 16. í röðinni hjá liðinu. Aftur á móti hafa Blikar þurft að fylgjast með drottnun Vals og Stjörnunnar undanfarin ár, en biðin eftir titlinum er búin að vera áratugur. Af hverju núna hjá Blikum? „Þetta byrjaði allt með því að við fengum nýjan þjálfara. Þorsteinn Halldórsson kom inn með sínar áherslur. Hann var svolítið harður allt frá byrjun og fastur á sínu. Við byrjuðum strax að taka vel á því og æfðum alla daga nema sunnudag. Það var ekkert gefið eftir. Það voru settar reglur sem allir fóru eftir,“ segir Fanndís. Karlalið Breiðabliks komst yfir þann hjalla að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fyrir fimm árum. Þá fór liðið til manns sem heitir Sigurjón sem þjappaði hópnum saman. Ráð hans reyndust einnig gulls ígildi fyrir stelpurnar. „Hann vinnur við að koma fólki og hópum saman, hvort sem um er að ræða íþróttalið eða fyrirtæki. Hann veit ekkert um fótbolta þannig lagað séð, en hann er sérfræðingur í þessu. Það var bara þarft að setjast niður og ræða málin. Með honum bjuggum við til vinnureglur sem allir fóru eftir,“ segir Fanndís, en hún segir þetta hafa gert mikið fyrir hópinn. Blikaliðið hefur lengi verið gott en aldrei náð fyrir alvöru að kreista allt út úr hópnum. „Við æfðum af krafti og vorum alltaf með það sem hann fór yfir með okkur í hausnum. Það voru allir leikmennirnir tilbúnir í þetta og allir sátu alsælir á þessum fundi. Við vorum með gríðarlega góðan mannskap í ár og við ætluðum okkur að vinna. Mannskapurinn hefur alltaf verið góður en kannski vantaði aðeins upp á hugarfarið áður. Við hefðum alveg getað orðið meistarar í fyrra með aðeins betra hugarfari og meiri trú því við erum virkilega góðar í fótbolta.“Málfríður Erna og Guðrún hafa bundið frábæra vörn Blika saman í sumar. Kópavogsliðið hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum.vísir/vilhelmMúrað fyrir markið Breiðablik er besta liðið í Pepsi-deild kvenna. Um það verður ekki deilt. Það er búið að skora mest, með Fanndísi fremsta í flokki (19 mörk í 17 leikjum, markahæst), og fá á sig fæst mörkin. Varnarlína Blika og markvörðurinn, Sonný Lára Þráinsdóttir, hafa eðlilega fengið mikið lof enda Breiðablik aðeins búið að fá á sig fjögur mörk í 17 leikjum. Já, fjögur mörk. Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins og héldu svo hreinu í tólf leikjum í röð. „Við pældum ekkert í þessu fyrir verslunarmannahelgi en svo vorum við bara: „Ha? Við erum ekki búnar að fá á okkur mark síðan í maí.“ Við áttum svo bara ekki orð þegar Selfoss skoraði á okkur um daginn. Það var einfaldlega pínulítið skrítið að sjá boltann í netinu hjá okkur,“ segir Fanndís, en hver er lykillinn að þessu? „Sonný Lára er náttúrlega stór og virkilega öflugur markvörður. Svo erum við bara búnar að verjast mjög vel frá fremsta manni. Það er afskaplega þægilegt að vera með svona sterkan varnarleik og þurfa bara að skora eitt mark. Við unnum Stjörnuna í stórleikjum sumarsins tvisvar sinnum, 1-0, og Selfoss einu sinni, 1-0. Þetta voru gríðarlega mikilvægir sigrar og töldu alveg jafn mikið og tveir samanlagt 12-0 sigrar gegn Val.“ Blikar fengu himnasendingu frá Val fyrir tímabilið þegar reynsluboltarnir Málfríður Erna Sigurðardóttir og landsliðsbakvörðurinn Hallbera G. Gísladóttir gengu í raðir liðsins. Þær hafa hjálpað til við að múra fyrir markið. Málfríður kemur með mikla ró inn í vörnina en Hallbera sinnir einnig mikilvægum störfum í klefanum. „Hún er mjög góð vinkona mín. Hún kann að vinna, sem er mikilvægt. Hún er búin að vera atvinnumaður og er landsliðsmaður. Hún er reynslubolti en líka bara svo hrikalega skemmtileg í hóp. Hallbera kann að segja sögur. Hún er algjör sprelligosi,“ segir Fanndís.Blikar þakka sínum dyggu stuðningsmönnum fyrir eftir að titilinn var í höfn.vísir/auðunn níelssonDuglegri en ég hef áður verið Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Fanndís verði markadrottning tímabilsins. Hún vann sinn fyrsta skó í fyrra þegar hún varð þriðja markahæst í Pepsi-deildinni, en gullið er eðlilega eitthvað sem heillar miklu meira. „Það verður nú ekki leiðinlegt að skipta bronsinu út fyrir gullið og hafa það í glugganum.” Fanndís hefur lengi verið með betri leikmönnum deildarinnar, en hvers vegna er hún svona langbest núna, allavega af sóknarmönnum deildarinnar? „Ég er búin að þroskast mikið sem leikmaður og kannski orðin duglegri en ég hef verið. Ég lagði á mig gríðarlega vinnu í vetur og var hress í líkamsræktarstöðinni Hress í allan vetur,“ segir hún, en andlegi þátturinn er líka betri. „Þetta er hugarfarið. Ég ætlaði mér einfaldlega að verða Íslandsmeistari. Það var upphaflega stór ástæða þess að ég kom heim í fyrra. Að verða Íslandsmeistari var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður, allavega ekki sem byrjunarliðsmaður. Ég spilaði aðeins fyrir tíu árum þegar Blikar urðu meistarar síðast. Ég var búin að bíða eftir þessum titli lengi,“ segir Fanndís, en hún var ekki nema fimmtán ára gömul þegar Blikar urðu síðast meistarar.Fanndís á gullskóinn vísan.vísir/stefán„Eruð þið ekki með heitan pott?“ Fanndís fór í atvinnumennsku til Noregs árið 2013 og spilaði með Kolbotn og Arna-Björnar áður en hún sneri aftur heim fyrir síðasta tímabil. Það skal enginn halda að síminn sé ekki löngu byrjaður að hringja hjá besta sóknarmanni besta liðs Pepsi-deildarinnar. En vill hún fara aftur út? „Auðvitað væri ég til í það. Ég ákvað ekkert að fara aldrei aftur út þegar ég kom heim. Það verður samt að vera eitthvað almennilegt. Það er ekkert gaman að fara út bara til að fara út. Maður verður að stefna að einhverjum titlum. Þannig hugsa ég. Þegar svona vel gengur þá eru alveg til umboðsmenn sem eru tilbúnir að aðstoða mann. Síminn er alveg búinn að hringja. Blikar munu ekkert standa í vegi fyrir mér að fara út, en ég bara skoða það sem kemur upp,“ segir Fanndís. Framherjinn fljóti naut verunnar í Noregi að vissu leyti en varð fyrir smá áfalli þegar hún áttaði sig á að Norðmenn voru ekki komnir alveg jafn langt og hún hélt. „Það var gaman að vera atvinnumaður og hugsa ekki um neitt annað en fótbolta. Ég hafði gott af því og þroskaðist mikið, en það vantaði helling upp á aðstöðuna,“ segir Fanndís og heldur áfram: „Norðmenn eru skrefinu á eftir Svíum hvað varðar að vera með erlenda atvinnumenn í liðinu. Svo er aðstaðan hjá Breiðabliki til dæmis margfalt betri en þarna úti. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Ég kom úr þessu frábæra umhverfi hér og var voða prímadonna. Ég sagði bara: „Ha? Er æfing úti í 18 gráðu frosti og eruð þið ekki með heitan pott?“ segir hún og hlær. „Svo voru bara þrjár sturtur sem allt liðið deildi og ég spurði bara: „Eruð þið ekki að grínast í mér?“Fanndís er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Úkraínu síðar í mánuðinum.vísir/óskaróLangur ferill en mikið eftir Í dag er Fanndís tvöfaldur Íslandsmeistari og búin að spila 60 landsleiki. Hún er búin að spila ellefu tímabil í meistaraflokki þess utan en er samt bara 25 ára gömul. Þetta er orðinn ansi langur og góður ferill þó mikið sé eftir. „Ég var að hugsa um þetta um daginn. Ég er búin að spila alveg rosalega mikið. Ég held að þetta sé komið yfir 200 leiki fyrir Breiðablik og svo allir þessir landsleikir. Það er auðvitað bara gaman,“ segir Fanndís. Leikur hennar byggist mikið upp á hraða og sprengikrafti, en hvernig viðheldur hún sprengjunni svona vel með alla þessa kílómetra á mælinum? „Ég er bara með íþróttagen. Mamma er skíðakona og pabbi gamall fótboltamaður. Ég er heppin að hafa þetta í blóðinu. Ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessu þegar ég var ung. Ég var alltaf mjög virk og hafði gaman af því að fara í eltingaleik í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum, þar sem ég ólst upp, og að klifra. Þetta er bara í mér og svo viðheldur maður kraftinum með stífum æfingum. Svo er þetta líka spurning um áhuga. Maður verður að hafa brennandi áhuga á þessu til að vilja fórna öllu fyrir fótboltann,“ segir Fanndís Friðriksdóttir.Blikar urðu Íslandsmeistarar 2005 en síðan tóku níu titlalaus ár við.vísir/valliTíu ár á milli titla: Hápunktar á ferli Fanndísar Friðriksdóttur2005 - 15 ára gömul spilar hún sinn fyrsta leik 14. júní þegar hún kemur inn á fyrir Láru Hafliðadóttur á 70. mínútu í 2-1 sigri á Stjörnunni. - Spilar næst 15. ágúst í 3-1 sigri á Stjörnunni. Kemur inn á fyrir Casey Marie McCluskey í hálfleik og skorar sitt fyrsta mark í efstu deild á 74. mínútu. - Verður Íslandsmeistari á fyrsta ári með Breiðabliki eftir vistaskiptin frá ÍBV. Spilar í heildina þrjá leiki og skorar eitt mark.2007 - Verður fastamaður í liði Breiðabliks. Spilar fjórtán leiki í deildinni og skorar tvö mörk.2009 - Nítján ára gömul springur Fanndís út með látum; skorar 16 mörk í 18 leikjum og er kjörin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. - Spilar sinn fyrsta A-landsleik 9. mars gegn Danmörku á Algarve-mótinu. Kemur inn á fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur á 73. mínútu.2013 - Fer í fyrsta sinn í atvinnumennsku til Kolbotn í Noregi. Skorar sjö mörk í 22 leikjum.2014 - Skiptir frá Kolbotn til Arna-Björnar. Spilar aðeins fjóra leiki með liðinu og skorar eitt mark áður en hún kemur aftur heim til Breiðabliks rétt fyrir Íslandsmót. Skorar tólf mörk í 17 leikjum fyrir Blika.2015 - Skorar 19 mörk í 17 leikjum fyrir Breiðablik og fagnar öðrum Íslandsmeistaratitli sínum þegar einn leikur er eftir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Ég er bara enn að jafna mig og átta mig á að þetta er í alvörunni að gerast. Við tökum á móti Íslandsbikarnum á laugardaginn,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks, í viðtali við Fréttablaðið. Fanndís og liðsfélagar hennar í Blikaliðinu, sigruðu Þór/KA í 17. umferð deildarinnar, 2-1, síðastliðið mánudagskvöld eftir að lenda undir. Tvö mörk í seinni hálfleik, þar af sigurmark frá Fanndísi, innsigluðu sigurinn í leiknum og deildinni. „Við vorum ömurlegar í fyrri hálfleik. Svo náðum við að stilla þetta saman í þeim síðari og klára þetta með stæl. Það var heldur ekkert annað hægt fyrst Kópacabana [stuðningsmannasveit Blika, innsk. blm] var mætt. Það var ekki hægt að senda þá heim fúla fyrst þeir voru komnir alla þessa leið,“ segir Fanndís, en kitlaði það ekki egó framherjans að skora markið sem gulltryggði titilinn? „Ég var allavega gríðarlega ánægð með það,“ segir hún.Fanndís fagnar sigurmarki sínu gegn Þór/KA á mánudaginn.vísir/auðunn níelssonTöframaðurinn Sigurjón Breiðablik er sigursælasta kvennalið Íslandssögunnar, en Íslandsmeistaratitillinn sem þær unnu á mánudagskvöldið er sá 16. í röðinni hjá liðinu. Aftur á móti hafa Blikar þurft að fylgjast með drottnun Vals og Stjörnunnar undanfarin ár, en biðin eftir titlinum er búin að vera áratugur. Af hverju núna hjá Blikum? „Þetta byrjaði allt með því að við fengum nýjan þjálfara. Þorsteinn Halldórsson kom inn með sínar áherslur. Hann var svolítið harður allt frá byrjun og fastur á sínu. Við byrjuðum strax að taka vel á því og æfðum alla daga nema sunnudag. Það var ekkert gefið eftir. Það voru settar reglur sem allir fóru eftir,“ segir Fanndís. Karlalið Breiðabliks komst yfir þann hjalla að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fyrir fimm árum. Þá fór liðið til manns sem heitir Sigurjón sem þjappaði hópnum saman. Ráð hans reyndust einnig gulls ígildi fyrir stelpurnar. „Hann vinnur við að koma fólki og hópum saman, hvort sem um er að ræða íþróttalið eða fyrirtæki. Hann veit ekkert um fótbolta þannig lagað séð, en hann er sérfræðingur í þessu. Það var bara þarft að setjast niður og ræða málin. Með honum bjuggum við til vinnureglur sem allir fóru eftir,“ segir Fanndís, en hún segir þetta hafa gert mikið fyrir hópinn. Blikaliðið hefur lengi verið gott en aldrei náð fyrir alvöru að kreista allt út úr hópnum. „Við æfðum af krafti og vorum alltaf með það sem hann fór yfir með okkur í hausnum. Það voru allir leikmennirnir tilbúnir í þetta og allir sátu alsælir á þessum fundi. Við vorum með gríðarlega góðan mannskap í ár og við ætluðum okkur að vinna. Mannskapurinn hefur alltaf verið góður en kannski vantaði aðeins upp á hugarfarið áður. Við hefðum alveg getað orðið meistarar í fyrra með aðeins betra hugarfari og meiri trú því við erum virkilega góðar í fótbolta.“Málfríður Erna og Guðrún hafa bundið frábæra vörn Blika saman í sumar. Kópavogsliðið hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum.vísir/vilhelmMúrað fyrir markið Breiðablik er besta liðið í Pepsi-deild kvenna. Um það verður ekki deilt. Það er búið að skora mest, með Fanndísi fremsta í flokki (19 mörk í 17 leikjum, markahæst), og fá á sig fæst mörkin. Varnarlína Blika og markvörðurinn, Sonný Lára Þráinsdóttir, hafa eðlilega fengið mikið lof enda Breiðablik aðeins búið að fá á sig fjögur mörk í 17 leikjum. Já, fjögur mörk. Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrstu þremur leikjum liðsins og héldu svo hreinu í tólf leikjum í röð. „Við pældum ekkert í þessu fyrir verslunarmannahelgi en svo vorum við bara: „Ha? Við erum ekki búnar að fá á okkur mark síðan í maí.“ Við áttum svo bara ekki orð þegar Selfoss skoraði á okkur um daginn. Það var einfaldlega pínulítið skrítið að sjá boltann í netinu hjá okkur,“ segir Fanndís, en hver er lykillinn að þessu? „Sonný Lára er náttúrlega stór og virkilega öflugur markvörður. Svo erum við bara búnar að verjast mjög vel frá fremsta manni. Það er afskaplega þægilegt að vera með svona sterkan varnarleik og þurfa bara að skora eitt mark. Við unnum Stjörnuna í stórleikjum sumarsins tvisvar sinnum, 1-0, og Selfoss einu sinni, 1-0. Þetta voru gríðarlega mikilvægir sigrar og töldu alveg jafn mikið og tveir samanlagt 12-0 sigrar gegn Val.“ Blikar fengu himnasendingu frá Val fyrir tímabilið þegar reynsluboltarnir Málfríður Erna Sigurðardóttir og landsliðsbakvörðurinn Hallbera G. Gísladóttir gengu í raðir liðsins. Þær hafa hjálpað til við að múra fyrir markið. Málfríður kemur með mikla ró inn í vörnina en Hallbera sinnir einnig mikilvægum störfum í klefanum. „Hún er mjög góð vinkona mín. Hún kann að vinna, sem er mikilvægt. Hún er búin að vera atvinnumaður og er landsliðsmaður. Hún er reynslubolti en líka bara svo hrikalega skemmtileg í hóp. Hallbera kann að segja sögur. Hún er algjör sprelligosi,“ segir Fanndís.Blikar þakka sínum dyggu stuðningsmönnum fyrir eftir að titilinn var í höfn.vísir/auðunn níelssonDuglegri en ég hef áður verið Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Fanndís verði markadrottning tímabilsins. Hún vann sinn fyrsta skó í fyrra þegar hún varð þriðja markahæst í Pepsi-deildinni, en gullið er eðlilega eitthvað sem heillar miklu meira. „Það verður nú ekki leiðinlegt að skipta bronsinu út fyrir gullið og hafa það í glugganum.” Fanndís hefur lengi verið með betri leikmönnum deildarinnar, en hvers vegna er hún svona langbest núna, allavega af sóknarmönnum deildarinnar? „Ég er búin að þroskast mikið sem leikmaður og kannski orðin duglegri en ég hef verið. Ég lagði á mig gríðarlega vinnu í vetur og var hress í líkamsræktarstöðinni Hress í allan vetur,“ segir hún, en andlegi þátturinn er líka betri. „Þetta er hugarfarið. Ég ætlaði mér einfaldlega að verða Íslandsmeistari. Það var upphaflega stór ástæða þess að ég kom heim í fyrra. Að verða Íslandsmeistari var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður, allavega ekki sem byrjunarliðsmaður. Ég spilaði aðeins fyrir tíu árum þegar Blikar urðu meistarar síðast. Ég var búin að bíða eftir þessum titli lengi,“ segir Fanndís, en hún var ekki nema fimmtán ára gömul þegar Blikar urðu síðast meistarar.Fanndís á gullskóinn vísan.vísir/stefán„Eruð þið ekki með heitan pott?“ Fanndís fór í atvinnumennsku til Noregs árið 2013 og spilaði með Kolbotn og Arna-Björnar áður en hún sneri aftur heim fyrir síðasta tímabil. Það skal enginn halda að síminn sé ekki löngu byrjaður að hringja hjá besta sóknarmanni besta liðs Pepsi-deildarinnar. En vill hún fara aftur út? „Auðvitað væri ég til í það. Ég ákvað ekkert að fara aldrei aftur út þegar ég kom heim. Það verður samt að vera eitthvað almennilegt. Það er ekkert gaman að fara út bara til að fara út. Maður verður að stefna að einhverjum titlum. Þannig hugsa ég. Þegar svona vel gengur þá eru alveg til umboðsmenn sem eru tilbúnir að aðstoða mann. Síminn er alveg búinn að hringja. Blikar munu ekkert standa í vegi fyrir mér að fara út, en ég bara skoða það sem kemur upp,“ segir Fanndís. Framherjinn fljóti naut verunnar í Noregi að vissu leyti en varð fyrir smá áfalli þegar hún áttaði sig á að Norðmenn voru ekki komnir alveg jafn langt og hún hélt. „Það var gaman að vera atvinnumaður og hugsa ekki um neitt annað en fótbolta. Ég hafði gott af því og þroskaðist mikið, en það vantaði helling upp á aðstöðuna,“ segir Fanndís og heldur áfram: „Norðmenn eru skrefinu á eftir Svíum hvað varðar að vera með erlenda atvinnumenn í liðinu. Svo er aðstaðan hjá Breiðabliki til dæmis margfalt betri en þarna úti. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Ég kom úr þessu frábæra umhverfi hér og var voða prímadonna. Ég sagði bara: „Ha? Er æfing úti í 18 gráðu frosti og eruð þið ekki með heitan pott?“ segir hún og hlær. „Svo voru bara þrjár sturtur sem allt liðið deildi og ég spurði bara: „Eruð þið ekki að grínast í mér?“Fanndís er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Úkraínu síðar í mánuðinum.vísir/óskaróLangur ferill en mikið eftir Í dag er Fanndís tvöfaldur Íslandsmeistari og búin að spila 60 landsleiki. Hún er búin að spila ellefu tímabil í meistaraflokki þess utan en er samt bara 25 ára gömul. Þetta er orðinn ansi langur og góður ferill þó mikið sé eftir. „Ég var að hugsa um þetta um daginn. Ég er búin að spila alveg rosalega mikið. Ég held að þetta sé komið yfir 200 leiki fyrir Breiðablik og svo allir þessir landsleikir. Það er auðvitað bara gaman,“ segir Fanndís. Leikur hennar byggist mikið upp á hraða og sprengikrafti, en hvernig viðheldur hún sprengjunni svona vel með alla þessa kílómetra á mælinum? „Ég er bara með íþróttagen. Mamma er skíðakona og pabbi gamall fótboltamaður. Ég er heppin að hafa þetta í blóðinu. Ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessu þegar ég var ung. Ég var alltaf mjög virk og hafði gaman af því að fara í eltingaleik í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum, þar sem ég ólst upp, og að klifra. Þetta er bara í mér og svo viðheldur maður kraftinum með stífum æfingum. Svo er þetta líka spurning um áhuga. Maður verður að hafa brennandi áhuga á þessu til að vilja fórna öllu fyrir fótboltann,“ segir Fanndís Friðriksdóttir.Blikar urðu Íslandsmeistarar 2005 en síðan tóku níu titlalaus ár við.vísir/valliTíu ár á milli titla: Hápunktar á ferli Fanndísar Friðriksdóttur2005 - 15 ára gömul spilar hún sinn fyrsta leik 14. júní þegar hún kemur inn á fyrir Láru Hafliðadóttur á 70. mínútu í 2-1 sigri á Stjörnunni. - Spilar næst 15. ágúst í 3-1 sigri á Stjörnunni. Kemur inn á fyrir Casey Marie McCluskey í hálfleik og skorar sitt fyrsta mark í efstu deild á 74. mínútu. - Verður Íslandsmeistari á fyrsta ári með Breiðabliki eftir vistaskiptin frá ÍBV. Spilar í heildina þrjá leiki og skorar eitt mark.2007 - Verður fastamaður í liði Breiðabliks. Spilar fjórtán leiki í deildinni og skorar tvö mörk.2009 - Nítján ára gömul springur Fanndís út með látum; skorar 16 mörk í 18 leikjum og er kjörin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. - Spilar sinn fyrsta A-landsleik 9. mars gegn Danmörku á Algarve-mótinu. Kemur inn á fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur á 73. mínútu.2013 - Fer í fyrsta sinn í atvinnumennsku til Kolbotn í Noregi. Skorar sjö mörk í 22 leikjum.2014 - Skiptir frá Kolbotn til Arna-Björnar. Spilar aðeins fjóra leiki með liðinu og skorar eitt mark áður en hún kemur aftur heim til Breiðabliks rétt fyrir Íslandsmót. Skorar tólf mörk í 17 leikjum fyrir Blika.2015 - Skorar 19 mörk í 17 leikjum fyrir Breiðablik og fagnar öðrum Íslandsmeistaratitli sínum þegar einn leikur er eftir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira