Fyrstu Tesla Model X rúlla út í dag Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 14:49 Tesla Model X er með fiðrildahurðum. Margra ára bið eftir Tesla Model X jepplingnum er loks á enda því fyrstu bílarnir af þessari gerð munu rúlla út úr verksmiðjum Tesla í Kaliforníu í dag við heilmikla viðhöfn. Fyrstu bílarnir verða ekki sýndir þar fyrr en kl. 7 að kveldi á staðartíma, eða eftir um 11 klukkustundir. Tesla lýsti yfir áhuga sínum á að smíða jeppling áður en fyrirtækið kynnti Model S bílinn, sem selst hefur vel. Árið 2010 sýndi Tesla myndir af þeim bílum sem fyrirtækið hafði áhuga á að smíða, fremur stóran fólksbíl, sem varð að veruleika með Model S, jeppling sem nú verður að veruleika með Model X og síðan blæjubíl og pallbíl, sem ekki hafa enn komið til sögunnar, hvað sem síðar verður. Reyndar eru allar líkur til þess að næsti bíll Tesla verði mun ódýrari fólksbíll en Model S sem á helst ekki að kosta meira en 35.000 dollara. Talandi um verð þá kostar nýi Model X bíllinn í sinni ódýrustu útfærslu 80.000 dollara en í Signature útfærslu 132.000 dollara, eða 10 og 17 milljónir króna. Þess má geta að Tesla Model X, sem vegur um 2,5 tonn er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið. Tesla Model X kemur nú á markað langt á eftir upphaflegum áætlunum Tesla en svo virðist sem hlutabréfamarkaðnum hafi verið nokk sama því hlutabréf í Tesla hafa hækkað um 18% á þessu ári sem enn og aftur lýsir óbilandi trú fólks á framtíðarmöguleikum Tesla. Tesla Model X er ekki beint ósmekklegur að innan. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Margra ára bið eftir Tesla Model X jepplingnum er loks á enda því fyrstu bílarnir af þessari gerð munu rúlla út úr verksmiðjum Tesla í Kaliforníu í dag við heilmikla viðhöfn. Fyrstu bílarnir verða ekki sýndir þar fyrr en kl. 7 að kveldi á staðartíma, eða eftir um 11 klukkustundir. Tesla lýsti yfir áhuga sínum á að smíða jeppling áður en fyrirtækið kynnti Model S bílinn, sem selst hefur vel. Árið 2010 sýndi Tesla myndir af þeim bílum sem fyrirtækið hafði áhuga á að smíða, fremur stóran fólksbíl, sem varð að veruleika með Model S, jeppling sem nú verður að veruleika með Model X og síðan blæjubíl og pallbíl, sem ekki hafa enn komið til sögunnar, hvað sem síðar verður. Reyndar eru allar líkur til þess að næsti bíll Tesla verði mun ódýrari fólksbíll en Model S sem á helst ekki að kosta meira en 35.000 dollara. Talandi um verð þá kostar nýi Model X bíllinn í sinni ódýrustu útfærslu 80.000 dollara en í Signature útfærslu 132.000 dollara, eða 10 og 17 milljónir króna. Þess má geta að Tesla Model X, sem vegur um 2,5 tonn er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið. Tesla Model X kemur nú á markað langt á eftir upphaflegum áætlunum Tesla en svo virðist sem hlutabréfamarkaðnum hafi verið nokk sama því hlutabréf í Tesla hafa hækkað um 18% á þessu ári sem enn og aftur lýsir óbilandi trú fólks á framtíðarmöguleikum Tesla. Tesla Model X er ekki beint ósmekklegur að innan.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent