Bíó og sjónvarp

Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum.
Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur í Feneyjum. Vísir/AFP
Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myndformi.

Það er Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, sem tryggir Universal metið í kvöld. Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á fyrstu sjö sýningardögum myndarinnar.

Fimm tekjuhæstu myndir Universal á árinu eru Everest, Skósveinarnir, Jurassic World, Fast & Furious 7 og Pitch Perfect 2. Myndform sér um dreifingu á Íslandi fyrir Universal.

Everest hefur þénað 36 milljónir dollara á heimsvísu, því sem samsvarar sjö milljörðum.


Tengdar fréttir

Ráðherrar lofa Everest

Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, sem hefur fengið jákvæð viðbrögð víða um heim.

Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann

Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák.

Uppselt á góðgerðarsýningu Everest

Uppselt er á góðgerðarsýninguna á stórmyndinni Everest sem haldin verður næsta miðvikudag 16. september í Laugarásbíói, en um er að ræða fyrstu sýningu á myndinni hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.