Lífið

Rauðar varir næsta sumar?... Og núna?

Elísabet Gunnarsdóttir og Trendnet.is skrifa
Þessa dagana standa yfir skemmtilegustu vikur ársins fyrir tískuáhugafólk. New York Fashion Week er ein af stærstu tískuvikunum og undirrituð fylgdist spennt með úr fjarska þegar næsta sumar var kynnt vestanhafs.

Þegar við höfum séð hvað koma skal er oft erfitt að bíða fram á vor eftir að fá að taka þátt í því sem heillar hverju sinni. Hár og förðun eru þó atriði sem við þurfum ekki endilega að bíða með, það er í góðu lagi að stela þar nokkrum punktum til að tileinka sér strax. Eða hvað?

Við höfum verið mötuð með nude-vörum inn í haustið og þær halda áfram út veturinn og jafnvel fram á næsta sumar. Með hækkandi sól eigum við þó von á breytingum miðað við það sem fyrirsætur tískupallanna sýndu okkur. Rauðar varir skal það vera, en þó með réttu handbragði. Hönnuðir voru samdóma um að sterkur litur rauðu varanna eigi að njóta sín á móti ferskri náttúrulegri förðun. Glóandi heilbrigð húð á móti æpandi vörum og augnfarða í lágmarki.

Þetta er förðun sem undirrituð kann að meta, einfaldleikinn ofar öðru. Náttúruleg fegurð á að fá að njóta sín með smá skrauti og þar getur rauður varalitur einmitt gert kraftaverk.

Við megum því fara að hlakka til næsta sumars?…?eða taka trendið upp núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×