Lífið

Ert þú fyndin? „Gáttuð á því hvað fólk er ófeimið að senda inn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Freyr.
Rúnar Freyr. vísir
„Þetta fer frábærlega af stað.Við erum alveg gáttuð á því hvað fólk er ófeimið að senda inn myndbönd og nú þegar er kominn talsverður fjöldi af fólki sem á svo sannarlega heima á uppi á sviðinu í Hörpu ,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, einn af þeim sem er í valnefnd í Open Mic, eða Orðið er laust, keppni sem haldin er í tengslum við Reykjavík Comedy Festival og fer fram 23. október næstkomandi.

Kynnir kvöldsins verður enginn annar en leikarinn ástsæli Jóhannes Haukur Jóhannesson, en eins og alþjóð veit þeysist hann heimshorna á milli um þessar mundir til að leika í vinsælum sjónvarpsþáttaröðum.

Aldurstakmark er tuttugu ár en í valnefnd verða þau Bylgja Babýlóns, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Rúnar Freyr Gíslason og Snjólaug Lúðvíksdóttir.

Hér má skrá sig til leiks. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×