Lífið

SNL stjörnur með Íslendinga í flestum hlutverkum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Þórunni Ernu Clausen ásamt Fred Armisen
Hér má sjá Þórunni Ernu Clausen ásamt Fred Armisen
Grínistarnir Bill Hader, Seth Meyers og Fred Armisen frumsýndu í síðustu viku þátt sem var að tekinn upp hér landi.

Verkefnið heitir Documentary Now og var einn þáttanna tekinn upp hér á landi. Þættirnir eru í svokölluðum „mockumentary“-stíl; þeir eru látnir líta út fyrir að vera heimildarmynd, þrátt fyrir að vera í raun skrifaðir.

Sem dæmi um þætti í svipuðum stíl má nefna Spinal tap, en „mockumentary"-formið hefur einnig verið nýtt í þáttum á borð við The Office og Parks and Recreation, en báðir þættirnir nutu gífurlegra vinsælda vestanhafs.

Þátturinn sem tekinn var upp hér á Íslandi var frumsýndur í Bandaríkjunum fimmtudaginn s.l. og var mjög vel tekið. Það eru nánast bara íslenskir leikarar í öllum hlutverkum ásamt því að hann gerist á Íslandi.

Meðal þeirra leikara sem eru í umræddum þætti eru Hannes Óli Ágústsson, Þórunn Erna Clausen, Þorsteinn Guðmundsson, Siggi Sigurjóns, Ágústa Eva og Ari Eldjárn.

Fyrirtækið Zik zak kvikmyndir starfaði með framleiðendum þáttanna.

Þeir Fred Armisen, Seth Meyers og Bill Hader eru vel þekktir í Bandaríkjunum. Þeir léku saman í gamanþáttunum vinsælu Saturday Night Live frá 2005 til 2013, auk þess sem Meyers var einn af handritshöfundum þáttanna.

Hér má lesa um þáttinn sjálfan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×