Fyrsti leikur Þórðar væntanlegur í Xbox One Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2015 15:00 Þórður Matthíasson og Prismatica. „Þetta er búið að ganga furðulega vel,“ segir Þórður Matthíasson. Hann gaf út leikinn Prismatica á þessu ári, en hefur nú nýverið gefið hann út fyrir stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki. Leikurinn hefur auk þess komið út fyrir fjölmargar gerðir tækja en um fyrsta leik Þórðar er að ræða. „Eina sem ég gæti kvartað yfir er að ég er enginn markaðssetningarsnillingur. Leikurinn er þó búinn að fá þrusugóða dóma og þannig séð er þetta búið að ganga eins og í sögu.“ Prismatica kom fyrst út í lok maí fyrir Apple og PC tölvur. Þórður segir að hann hafi komið út fyrir annars konar tæki, eins og Windows síma, hægt og rólega. Nú síðast kom hann út fyrir iOS stýrikerfi Apple í byrjun mánaðarins. Þá er hann væntanlegur í Xbox One leikjatölvu Microsoft og Nintendo WiiU í byrjun næsta árs. Þar að auki kemur leikurinn út fyrir Amazon Fire TV. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Loomus Games, fyrirtækis Þórðar.Fyrsti leikurinn Þetta er fyrsti leikurinn sem Þórður gefur út, en hann hefur hannað leiki frá því hann man eftir sér. „Ekki bara tölvuleiki heldur spil, hlutverkaspil og fleira. Ég var um sex ára þegar ég hugsaði: Ég ætla að búa til tölvuleik. Ég get það. Það getur einhver annar geimfari eða slökkviliðsmaður.“ „Ég var kannski að leika mér með Transformers kalla og þá skipti ég þeim í lið og hver kall var með ákveðna heilsu. Ég kastaði teningum til að hvort þeir hittu hinn eða ekki. Ég var alltaf að búa til einhver kerfi.“ Leikurinn Prismatica fæddist þó við hönnun annars leiks. Þá var Þórður að vinna að borði úr sexhyrningum og teikna mikið af skyssum. Sú vinna blandaðist Sudoko og fór Þórður að íhuga hvort að mögulegt væri að gera slíkt spil úr sexhyrningum.Skyssan sem Prismatica varð til úr.Þórður teiknaði skissu upp úr þeirri hugmynd en hana má sjá hér til hliðar. „Ég er með fjórar eða fimm dagbækur, stútfullar af hugmyndum. Ég verð að koma þeim á blað, því annars suða þær í hausnum á mér eins og býflugur og trufla mig.“Gerður í aukastarfi Þórður er lærður tölvunarfræðingur og starfar hjá CCP. Hann gerði Prismatica í aukastarfi, á kvöldin og um helgar. „Ég er nú nýbúinn að skipta yfir á morgna. Það virðist virka betur að gera þetta á fullum batteríum heldur en að slefa á lyklaborðið á seinustu metrunum.“ Svavar Knútur gerði tónlistina fyrir Prismatica, en leikurinn gengur út á að snúa skífum sem þaktar eru mismunandi litum. Markmiðið er að afrugla boðrunum, en spilun hans, sem er mjög krefjandi, má sjá hér að neðan. Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
„Þetta er búið að ganga furðulega vel,“ segir Þórður Matthíasson. Hann gaf út leikinn Prismatica á þessu ári, en hefur nú nýverið gefið hann út fyrir stýrikerfi Apple fyrir snjalltæki. Leikurinn hefur auk þess komið út fyrir fjölmargar gerðir tækja en um fyrsta leik Þórðar er að ræða. „Eina sem ég gæti kvartað yfir er að ég er enginn markaðssetningarsnillingur. Leikurinn er þó búinn að fá þrusugóða dóma og þannig séð er þetta búið að ganga eins og í sögu.“ Prismatica kom fyrst út í lok maí fyrir Apple og PC tölvur. Þórður segir að hann hafi komið út fyrir annars konar tæki, eins og Windows síma, hægt og rólega. Nú síðast kom hann út fyrir iOS stýrikerfi Apple í byrjun mánaðarins. Þá er hann væntanlegur í Xbox One leikjatölvu Microsoft og Nintendo WiiU í byrjun næsta árs. Þar að auki kemur leikurinn út fyrir Amazon Fire TV. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Loomus Games, fyrirtækis Þórðar.Fyrsti leikurinn Þetta er fyrsti leikurinn sem Þórður gefur út, en hann hefur hannað leiki frá því hann man eftir sér. „Ekki bara tölvuleiki heldur spil, hlutverkaspil og fleira. Ég var um sex ára þegar ég hugsaði: Ég ætla að búa til tölvuleik. Ég get það. Það getur einhver annar geimfari eða slökkviliðsmaður.“ „Ég var kannski að leika mér með Transformers kalla og þá skipti ég þeim í lið og hver kall var með ákveðna heilsu. Ég kastaði teningum til að hvort þeir hittu hinn eða ekki. Ég var alltaf að búa til einhver kerfi.“ Leikurinn Prismatica fæddist þó við hönnun annars leiks. Þá var Þórður að vinna að borði úr sexhyrningum og teikna mikið af skyssum. Sú vinna blandaðist Sudoko og fór Þórður að íhuga hvort að mögulegt væri að gera slíkt spil úr sexhyrningum.Skyssan sem Prismatica varð til úr.Þórður teiknaði skissu upp úr þeirri hugmynd en hana má sjá hér til hliðar. „Ég er með fjórar eða fimm dagbækur, stútfullar af hugmyndum. Ég verð að koma þeim á blað, því annars suða þær í hausnum á mér eins og býflugur og trufla mig.“Gerður í aukastarfi Þórður er lærður tölvunarfræðingur og starfar hjá CCP. Hann gerði Prismatica í aukastarfi, á kvöldin og um helgar. „Ég er nú nýbúinn að skipta yfir á morgna. Það virðist virka betur að gera þetta á fullum batteríum heldur en að slefa á lyklaborðið á seinustu metrunum.“ Svavar Knútur gerði tónlistina fyrir Prismatica, en leikurinn gengur út á að snúa skífum sem þaktar eru mismunandi litum. Markmiðið er að afrugla boðrunum, en spilun hans, sem er mjög krefjandi, má sjá hér að neðan.
Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira