Hefur unnið að handritinu í fimm ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Tómas segir að þetta sé gamall draumur að verða að veruleika. Vísir/Stefán Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“ Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrir fimm árum byrjaði Tómas Gauti Jóhannsson að skrifa handrit að kvikmynd, þá aðeins 17 ára gamall. Á dögunum keypti Sigurjón Sighvatsson, einn stærsti kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi, réttinn á handritinu en hann hefur áhuga á að gera kvikmynd úr því. Tómas flytur til Kýpur í dag og ætlar að nýta tímann úti til þess að fínpússa handritið og vinna að því að fá kvikmyndina gerða. „Mig langaði alltaf til þess að verða atvinnumaður í fótbolta en ég komst að því þegar ég var 12 ára að ég væri ógeðslega lélegur og ákvað að finna mér nýtt áhugamál. Ég horfði á einhverja lélega bíómynd og hugsaði að ég gæti gert betur en þetta. Ég sökkti mér í þetta, horfði á bíómyndir á hverjum degi og las bækur um handritsgerð,“ segir Tómas en hann fékk hugmyndina að handritinu aðeins 17 ára og byrjaði þá að skrifa. Vinnan hófst þó ekki af alvöru fyrr en hann var 18 ára þegar hann fór að kynna sér hvernig ætti að skrifa handrit. „Þetta er ekki bara að skrifa einhvern texta upp í Word, ég var heilt ár að lesa mér til og þá var ég kominn með nógu mikið af hugmyndum og er núna búinn að vera að vinna að þessu jafnt og þétt í fjögur ár.“ Handritið fjallar um stelpu sem er að hefja menntaskólagöngu. „Hún er að upplifa fyrsta ballið og fyrstu drykkina. Hún upplifir kaótíska tíma, er með gömul sár en er að fullorðnast. Þetta er ekki bara unglingamynd þrátt fyrir að hún gerist í menntaskóla. Ég fékk hugmyndina þegar ég var að byrja í MH þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað ég væri að koma mér út í. Ég gekk í gegn um tímabil þar sem ég upplifði mikinn kvíða og ég náði að nota það í handritinu en annars er mest allt uppspuni.“Hvað varðar söluna á réttindunum þá segir Tómas það mál hafa undið upp á sig. „Pabbi þekkir Sigurjón og mig langaði bara að hitta hann til þess að forvitnast um kvikmyndagerð og því um líkt yfir kaffibolla. Eitt leiddi af öðru og hann sagðist vera til í að lesa handritið. Síðan hafði hann samband og sagðist virkilega fíla það.“ Að skrifa handritið var langt og strembið ferli en Tómas hefur náð frábærum árangri miðað við aldur og að þetta er fyrsta handritið sem hann sendir frá sér. „Mér líður eins og ég sé að lifa drauminn minn en samt er ég bara 22 ára gamall. Ég ætlaði mér að ná þessu og þetta er mikið afrek fyrir mig en ég er mjög sáttur. Þetta eru spennandi tímar. Við héldum kveðjupartí um síðustu helgi þar sem ég tilkynnti mínum nánustu hvað hefði verið í gangi. Það er mikill spenningur í gangi en ég reyni að halda mér á jörðinni og vera ekki með of miklar vonir.“
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira