Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2015 19:30 Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51