Lífið

Sala á bleiku slaufunni hefst á morgun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Erling Jóhannesson
Erling Jóhannesson
Fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan, hefst formlega á morgun fimmtudag. Margar tillögur koma á hverju ári um hvernig slaufan á að vera en Í ár var það Erling Jóhannesson gullsmiður sem hannaði og er hún tákn fyrir lítið samfélag sem heldur í hönd þína og styður þig þegar á bjátar.

Slaufa ársins í ár.
Í átakinu í ár verður sjónum beint að ristilkrabbameini en árlega deyja í kringum fimmtíu Íslendingar úr sjúkdómnum og má koma í veg fyrir þann mikla fjölda tilfella með því að hefja reglulega leit að krabbameini í ristli. Einkenna meinsins verður ekki alltaf vart og því er nauðsynlegt að vera á varðbergi svo auka megi líkur á lækningu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Erling tekur þátt í verkefni líkt og Bleika slaufan er og segir hann að í byrjun hafi hann ekki verið viss um að rétt hugmynd myndi koma til hans. „Svo í mikilli golu einn daginn gekk ég fyrir horn og hugmyndin var allt í einu mætt. Slaufan sem ég hannaði táknar okkur öll sem getum auðvitað þurft á aðstoð að halda þegar á móti blæs“, segir hann.

Sala á bleiku slaufunni hefst á morgun og eins verður Bleika boðið í Hafnarhúsinu Listasafni Íslands annað kvöld. Frekari upplýsingar um boðið má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×