Porsche ræður nýjan forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:55 Oliver Blume, nýráðinn forstjóri Porsche. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent