Viðskipti innlent

Samþykkt að greiða 120 milljarða í stöðugleikaframlag

Ingvar Haraldsson skrifar
vísir/pjetur
Samþykkt var á kröfuhafafundi Kaupþings að greiða um 120 milljarða króna í stöðugleikaframlag. Það samsvarar um fjórtán prósent af eignum Kaupþings. Tillagan var samþykkt með 99,99 prósent atkvæða.

Á fundinum sem fram fór í morgun kom fram að greiðsla stöðugleikaskatts hefði numið 330 milljörðum, hefði þurft að greiða hann að fullu. Þá var með 99,98 prósent atkvæða að leggja til hliðar tíu milljarða króna í skaðleysissjóð, þannig að forða megi slitastjórnarmönum undan kostnaði vegna mögulegra málaferla sem einstakir kröfuhafar kynnu að höfða gegn þeim. 

Þann 8. September samþykktu kröfuhafar Glitnis samþykktu að greiða stöðugleikaframlag. Áætlað er að það verði á milli 210 og 260 milljarða eða á milli 21 og 29 prósent af eignum slitabúsins. Mismunurinn felst í því hvort tekst að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri eða ekki. Takist ekki að ljúka nauðasamningum fyrir áramót mun Glitnir þurfa að greiða stöðugleikaskatt, sem mun vera á milli 330 og 380 milljarða króna eða sem nemur milli 34 og 39 prósentum af eignum Glitnis samkvæmt áætlun slitastjórnarinnar. Upphæð stöðugleikaskattsins mun velta á því hvort Glitnir geti farið í ákveðnar fjárfestingar hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×