Þurfum að laga sóknina Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2015 07:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottningin frá Selfossi. vísir/ernir Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson. Handbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson.
Handbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira