Frelsi til að njóta og miðla tónlistar Magnús Guðmundsson skrifar 10. október 2015 12:30 Annað kvöld verða tónleikar í Hörpu til styrktar Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara sem er hér ásamt nemendum sínum. Helga Þórarinsdóttir var leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar til hún lenti í slysi árið 2012. Helga varð fyrir mænuskaða við slysið og er bundin við hjólastól en lætur það ekki stoppa sig í því að sækja menningarviðburði og ekki síður við að kenna og miðla tónlist til ungs fólks. Á meðal Vina Helgu er Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og hún segir að meginmarkmið tónleikanna sé að safna peningum til að styðja Helgu í að auka ferðafrelsi sitt með því að gera henni auðveldara að kaupa sérútbúna bifreið. „Helga er alveg einstök kona. Dugleg og viljasterk og það er gaman fyrir okkur öll sem komum að þessum tónleikum að geta orðið henni að liði og ég efast heldur ekki um að gestir okkar eiga eftir að njóta tónleikanna. En það er svo mikill dugnaður í Helgu að fólk gleymir stundum í hverju hún hefur lent og í hvaða stöðu hún er. Málið er að fyrir svona virka manneskju eins og Helgu þá breytir ferðafrelsið gríðarlega miklu. Það er því miður erfitt að stóla á ferðaþjónustu fatlaðra eins og staðan er í dag og þess vegna viljum við auka á tækifæri hennar til þess að stjórna sjálf sínum tíma og geta haldið áfram að vera svona virk bæði í kennslu og menningarlífinu. Bæði hennar vegna sem og unga fólksins sem nýtur leiðsagnar hennar um veröld tónlistarinnar.“ Ólöf segir að Helga eigi marga vini og því verði tónleikarnir mjög fjölbreyttir og skemmtilegir. Sigrún Eðvaldsdóttir mætir með strengjasveit úr S.Í., Ásgeir Steingrímsson og félagar með gyllta lúðra, Bryndís Halla Gylfadóttir með tangótríó, Laufey Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson og fleiri með salonmúsík, Snorri Sigfús Birgisson með eigin tónsmíð. Einnig koma fram 8 selló og Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Voces Thules, Hundur í óskilum, Edda Þórarinsdóttir, Egill Ólafsson og að auki stýrir Helga Þórarinsdóttir tónlistaratriði. Kynnir verður Pétur Grétarsson. Miðaverð kr. 3.500, 5.000, eða 10.000, allt eftir því með hvaða upphæð fólk velur að styrkja. Miðasala fer fram á harpa.is og einnig hefur verið opnaður styrktarreikningur númer 515-14-408431 kt. 180755-3659. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir listamenn gefa framlag sitt. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Helga Þórarinsdóttir var leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar til hún lenti í slysi árið 2012. Helga varð fyrir mænuskaða við slysið og er bundin við hjólastól en lætur það ekki stoppa sig í því að sækja menningarviðburði og ekki síður við að kenna og miðla tónlist til ungs fólks. Á meðal Vina Helgu er Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og hún segir að meginmarkmið tónleikanna sé að safna peningum til að styðja Helgu í að auka ferðafrelsi sitt með því að gera henni auðveldara að kaupa sérútbúna bifreið. „Helga er alveg einstök kona. Dugleg og viljasterk og það er gaman fyrir okkur öll sem komum að þessum tónleikum að geta orðið henni að liði og ég efast heldur ekki um að gestir okkar eiga eftir að njóta tónleikanna. En það er svo mikill dugnaður í Helgu að fólk gleymir stundum í hverju hún hefur lent og í hvaða stöðu hún er. Málið er að fyrir svona virka manneskju eins og Helgu þá breytir ferðafrelsið gríðarlega miklu. Það er því miður erfitt að stóla á ferðaþjónustu fatlaðra eins og staðan er í dag og þess vegna viljum við auka á tækifæri hennar til þess að stjórna sjálf sínum tíma og geta haldið áfram að vera svona virk bæði í kennslu og menningarlífinu. Bæði hennar vegna sem og unga fólksins sem nýtur leiðsagnar hennar um veröld tónlistarinnar.“ Ólöf segir að Helga eigi marga vini og því verði tónleikarnir mjög fjölbreyttir og skemmtilegir. Sigrún Eðvaldsdóttir mætir með strengjasveit úr S.Í., Ásgeir Steingrímsson og félagar með gyllta lúðra, Bryndís Halla Gylfadóttir með tangótríó, Laufey Sigurðardóttir, Einar Jóhannesson og fleiri með salonmúsík, Snorri Sigfús Birgisson með eigin tónsmíð. Einnig koma fram 8 selló og Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Voces Thules, Hundur í óskilum, Edda Þórarinsdóttir, Egill Ólafsson og að auki stýrir Helga Þórarinsdóttir tónlistaratriði. Kynnir verður Pétur Grétarsson. Miðaverð kr. 3.500, 5.000, eða 10.000, allt eftir því með hvaða upphæð fólk velur að styrkja. Miðasala fer fram á harpa.is og einnig hefur verið opnaður styrktarreikningur númer 515-14-408431 kt. 180755-3659. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir listamenn gefa framlag sitt.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira