Fyrsta stiklan fyrir heimildarmyndina Sundlaugar á Íslandi var birt í vikunni. Jón Karl Helgason er leikstjóri myndarinnar sem, eins og nafnið gefur til kynna, fjallar um sundlaugamenningu Íslendinga.
Í stiklunni má sjá að kvikmyndagerðarmaðurinn hefur leitað fanga víða um land vegna myndarinnar. Eins og flestir vita er það skylda að læra að synda í skóla en í stiklunni kemur meðal annars fram að um aldamótin 1900 hafi aðeins 1 prósent þjóðarinnar kunnað að synda.
Stikluna má sjá hér að neðan en tónlistin er eftir Ragnar Zolberg.
Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi
Tengdar fréttir
Maðurinn sem er alltaf að grúska í einhverju
Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður er sextugur í dag. Hann segist samt alltaf vera að yngjast og nefnir að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því, ræktina og ástina.