Toyota TS040 hellir uppá, ristar brauð og steikir egg Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 13:40 Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent