Ford Expedition smíðaður úr áli Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 11:00 Ford Expedition er stórvaxinn jeppi. Ford markaði stór spor í sína sögu með nýjum F-150 pallbíl sem smíðaður er að mestu úr áli. Honum hefur svo verið fylgt á eftir með Super Duty og Raptor útgáfum bílsins og þá er komið að þeim næsta, Ford Expedition. Ford virðist ætla að byrja álinnreiðina í bíla sína í sínum stærstu bílum þar sem með því er hægt að létta þessa áður mjög þungu bíla meira en með minni bílana og spara meira eldsneyti. Lincoln fyrirtækið, sem er í eigu Ford, hefur lengi boðið systurbíl Expedition, Lincoln Navigator og hann verður sá næsti sem smíðaður verður að mestu úr áli. Nýr Expedition erfir sumpart nýtt útlit F-150 pallbílsins, en heldur áfram afar kassalaga útliti sínu. Ford Expedition er einn stórvaxnasti jeppi sem hægt er að fá, en hann fær þó heilmikla samkeppni frá álíka stórum Chevrolet Tahoe og Suburban og GMC Yukon, en nú mun hann brátt hafa það framyfir þá að vera léttbyggður álbíll sem væntanlega mun eyða talsvert minna eldsneyti. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent
Ford markaði stór spor í sína sögu með nýjum F-150 pallbíl sem smíðaður er að mestu úr áli. Honum hefur svo verið fylgt á eftir með Super Duty og Raptor útgáfum bílsins og þá er komið að þeim næsta, Ford Expedition. Ford virðist ætla að byrja álinnreiðina í bíla sína í sínum stærstu bílum þar sem með því er hægt að létta þessa áður mjög þungu bíla meira en með minni bílana og spara meira eldsneyti. Lincoln fyrirtækið, sem er í eigu Ford, hefur lengi boðið systurbíl Expedition, Lincoln Navigator og hann verður sá næsti sem smíðaður verður að mestu úr áli. Nýr Expedition erfir sumpart nýtt útlit F-150 pallbílsins, en heldur áfram afar kassalaga útliti sínu. Ford Expedition er einn stórvaxnasti jeppi sem hægt er að fá, en hann fær þó heilmikla samkeppni frá álíka stórum Chevrolet Tahoe og Suburban og GMC Yukon, en nú mun hann brátt hafa það framyfir þá að vera léttbyggður álbíll sem væntanlega mun eyða talsvert minna eldsneyti.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent