Ford Expedition smíðaður úr áli Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 11:00 Ford Expedition er stórvaxinn jeppi. Ford markaði stór spor í sína sögu með nýjum F-150 pallbíl sem smíðaður er að mestu úr áli. Honum hefur svo verið fylgt á eftir með Super Duty og Raptor útgáfum bílsins og þá er komið að þeim næsta, Ford Expedition. Ford virðist ætla að byrja álinnreiðina í bíla sína í sínum stærstu bílum þar sem með því er hægt að létta þessa áður mjög þungu bíla meira en með minni bílana og spara meira eldsneyti. Lincoln fyrirtækið, sem er í eigu Ford, hefur lengi boðið systurbíl Expedition, Lincoln Navigator og hann verður sá næsti sem smíðaður verður að mestu úr áli. Nýr Expedition erfir sumpart nýtt útlit F-150 pallbílsins, en heldur áfram afar kassalaga útliti sínu. Ford Expedition er einn stórvaxnasti jeppi sem hægt er að fá, en hann fær þó heilmikla samkeppni frá álíka stórum Chevrolet Tahoe og Suburban og GMC Yukon, en nú mun hann brátt hafa það framyfir þá að vera léttbyggður álbíll sem væntanlega mun eyða talsvert minna eldsneyti. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent
Ford markaði stór spor í sína sögu með nýjum F-150 pallbíl sem smíðaður er að mestu úr áli. Honum hefur svo verið fylgt á eftir með Super Duty og Raptor útgáfum bílsins og þá er komið að þeim næsta, Ford Expedition. Ford virðist ætla að byrja álinnreiðina í bíla sína í sínum stærstu bílum þar sem með því er hægt að létta þessa áður mjög þungu bíla meira en með minni bílana og spara meira eldsneyti. Lincoln fyrirtækið, sem er í eigu Ford, hefur lengi boðið systurbíl Expedition, Lincoln Navigator og hann verður sá næsti sem smíðaður verður að mestu úr áli. Nýr Expedition erfir sumpart nýtt útlit F-150 pallbílsins, en heldur áfram afar kassalaga útliti sínu. Ford Expedition er einn stórvaxnasti jeppi sem hægt er að fá, en hann fær þó heilmikla samkeppni frá álíka stórum Chevrolet Tahoe og Suburban og GMC Yukon, en nú mun hann brátt hafa það framyfir þá að vera léttbyggður álbíll sem væntanlega mun eyða talsvert minna eldsneyti.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent