Ódýrasta útfærsla Golf brennir metangasi Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 09:35 Volkswagen Golf GTI metanbíllinn. Reynsluakstur – Volkswagen Golf TGI Langódýrasta gerð Volkswagen Golf er metanútgáfa hans, Golf TGI, en hann kostar aðeins 3.090.000 kr. Ég trúði reyndar vart eigin augum þegar ég sá Heklu auglýsa þennan bíl fyrsta skipti og sá verðmiða hans. Ha, er virkilega hægt að fá Golf á rétt ríflega 3 milljónir króna. Þetta varð náttúrulega til þess að ég varð að prófa bílinn og finna út hvort þessi bíll væri eins góður og allar þær aðrar gerðir Golf sem ég hef áður reynt. Skýringin á þessu lága verði er að hann brennir bæði metangasi og bensíni og fellur í 0% vörugjaldsflokk líkt og um rafmagnsbíl væri að ræða. Munurinn á þessum bíl og t.d. rafmagnsútgáfu Golf, þ.e. e-Golf, er sá að miklu ódýrara er að framleiða Metan-Golfinn en e-Golf og innkaupsverðið er miklu lægra sem skilar sér beint til kaupandans. Raunar ættu kaupendur að hafa í huga að þeir þurfa ekkert endilega að nýta sér metangasið sem bíllinn getur brennt, heldur ekið einungis á bensíninu með bros á vör bara vegna verðsins. Það eykur samt enn á ánægjuna að spara sér eldsneytiskostnað þar sem metangasið er enn talsvert ódýrara en bensín og vegna þess að bíllinn er bæði með eldsneytistank fyrir það og 50 lítra bensíntank er drægi bílsins mjög mikið.Golf GTI er í engu frábrugðinn að innan öðrum útfærslum GolfMeð 1.300 km drægni Vélin í Golf TGI er 1,4 lítra TGI sem skilar 110 hestöflum. Hestaflatalan er ekki með þeim hærri, en upplifunin við akstur hans bendir til allt annars því hann togar jafn mikið og 122 hestafla 1,4 TSI vélin. Það kom mér verulega á óvart hvað bíllinn var snarpur og í reynsluakstrinum var aðeins ekið á metangasi, því aka hefði þurft æði langt til að klára það, en þá skiptir bíllinn yfir í bruna bensíns. Ekki fannst fyrir því að ekið væri á metangasi og hann er full eins aflmikill þannig. Heildardrægi Golf TGI er hreint með ólíkindum, eða 1.300 km og því má næstum aka heilan hring um landið án þess að fylla. Við reynsluakstur bílsins var ég í raun alltaf að bíða eftir því að finna hvort þessi nýja útgáfa Golf væri frábrugðin eða verri öðrum gríðargóðum útgáfunum hans. En það bara fannst aldrei fyrir því, hann er bara alveg jafn góður, með sömu góðu aksturseiginleikana og alveg eins að innan. Eina sem er frábrugðið er að það eru tveir eldsneytismælar. Svo er enginn munur á búnaði og í “venjulegum” Golf og sömu valmöguleikar á aukahlutum. Talandi um aðrar gerðir Golf þá eru þær nánast óteljandi, með bensín- og dísilvélum, sem tvinnbíll, rafmagnsbíll og nú metanbíll. Auk þess fæst hann sem aflmikill GTI bíll og nánast sem ofurbíll í R-útgáfunni. Útgáfurnar á Golf í verðlista Heklu eru 28 og ekki dæmi um annað eins. Í mælaborðinu er bæði metangas- og bensínmælir.Hljóðlát og þýðgeng vél Golf TGI er nú fyrsta skiptið fáanlegur af þessari sjöundu kynslóð Golf og var hann fyrst kynntur á bílasýningunni í Frankfürt, sem nú er nýafstaðin. Engu að síður er bíllinn kominn til Íslands. Áður framleiddi Volkswagen Passat í metan-útfærslu, en er nú hætt því og hefur snúið sér að Golf. Undir Volkswagen-regnhlífinni eru reyndar tveir aðrir bílar með sömu tækni, Audi A3 G-Tron og Skoda Octavia G-Tec og er Octavian líka fáanleg hjá Heklu. Athygli vekur hvað vélin í Golf TGI er hljóðlát og þýðgeng og talsverður munur á henni og dísilvélunum og einskis titrings gætir í bílnum. Þar sem bíllinn er 170 kílóum þyngri en í Golf með hefðbundnu 1,4 l. TSI bensínvélinni er hann þyngri í upptaki og er þrátt fyrir sitt ágæta tog yfir 10 sekúndur í hundraðið, en samt finnst manni aldrei skorta afl við inngjöf. Merkilega lítið finnst hins vegar fyrir þyngdinni í akstri og virðist sem þyngdardreifingin í bílnum bjargi því og rásfesta hans er mjög góð og leggja má talsvert mikið á bílinn áður en hann missir grip. Allt er mjög traust í bílnum og þétt og veghljóð lítið og hreint merkilegt að aka svo góðum bíl sem ekki kostar meira en þetta. Það er vafalaust að þakka hve mikið hefur verið lagt í þróun Golf í öllum sínum gerðum, enda ástæða til fyrir bíl sem selst í meira en milljón eintökum á ári um allan heim.Óvenjulegt útlit í vélarhlífinni.Frábær DSG sjálfskipting Hægt er að fá Golf TGI bæði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra DSG sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og þannig var reynsluakstursbíllinn. Þessi DSG skipting er sem fyrr frábær og þó svo gaman sé að fá ekki stærri bíl en þetta beinskiptan þá er DSG sjálfskiptingin svo góð að varla er hægt annað en mæla með bílnum þannig. Metantankurinn tekur aðeins af skottrými bílsins og tapar hann 89 lítrum þess vegna. Samt er það þokkalegt með 291 lítra rými. Bíllinn er álíka vel búinn að innan og jafn flottur og aðrir Golf bílar en of langt mál er að telja það upp hér og rétt að benda fólki bara á að skoða þennan kostagrip sem kostar svona fáránlega lítið, þökk sé vörugjaldleysi umhverfisvænna bíla. Svo þykir mörgum einmitt góð tilhugsun að eiga slíka bíla og vernda náttúruna í leiðinni.Kostir: Verð, drægni, aksturseiginleikar, lágur rekstrarkostnaðurÓkostir: Lítið skottrými, upptak 1,4 l. bensínvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 92 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.090.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen Golf TGI Langódýrasta gerð Volkswagen Golf er metanútgáfa hans, Golf TGI, en hann kostar aðeins 3.090.000 kr. Ég trúði reyndar vart eigin augum þegar ég sá Heklu auglýsa þennan bíl fyrsta skipti og sá verðmiða hans. Ha, er virkilega hægt að fá Golf á rétt ríflega 3 milljónir króna. Þetta varð náttúrulega til þess að ég varð að prófa bílinn og finna út hvort þessi bíll væri eins góður og allar þær aðrar gerðir Golf sem ég hef áður reynt. Skýringin á þessu lága verði er að hann brennir bæði metangasi og bensíni og fellur í 0% vörugjaldsflokk líkt og um rafmagnsbíl væri að ræða. Munurinn á þessum bíl og t.d. rafmagnsútgáfu Golf, þ.e. e-Golf, er sá að miklu ódýrara er að framleiða Metan-Golfinn en e-Golf og innkaupsverðið er miklu lægra sem skilar sér beint til kaupandans. Raunar ættu kaupendur að hafa í huga að þeir þurfa ekkert endilega að nýta sér metangasið sem bíllinn getur brennt, heldur ekið einungis á bensíninu með bros á vör bara vegna verðsins. Það eykur samt enn á ánægjuna að spara sér eldsneytiskostnað þar sem metangasið er enn talsvert ódýrara en bensín og vegna þess að bíllinn er bæði með eldsneytistank fyrir það og 50 lítra bensíntank er drægi bílsins mjög mikið.Golf GTI er í engu frábrugðinn að innan öðrum útfærslum GolfMeð 1.300 km drægni Vélin í Golf TGI er 1,4 lítra TGI sem skilar 110 hestöflum. Hestaflatalan er ekki með þeim hærri, en upplifunin við akstur hans bendir til allt annars því hann togar jafn mikið og 122 hestafla 1,4 TSI vélin. Það kom mér verulega á óvart hvað bíllinn var snarpur og í reynsluakstrinum var aðeins ekið á metangasi, því aka hefði þurft æði langt til að klára það, en þá skiptir bíllinn yfir í bruna bensíns. Ekki fannst fyrir því að ekið væri á metangasi og hann er full eins aflmikill þannig. Heildardrægi Golf TGI er hreint með ólíkindum, eða 1.300 km og því má næstum aka heilan hring um landið án þess að fylla. Við reynsluakstur bílsins var ég í raun alltaf að bíða eftir því að finna hvort þessi nýja útgáfa Golf væri frábrugðin eða verri öðrum gríðargóðum útgáfunum hans. En það bara fannst aldrei fyrir því, hann er bara alveg jafn góður, með sömu góðu aksturseiginleikana og alveg eins að innan. Eina sem er frábrugðið er að það eru tveir eldsneytismælar. Svo er enginn munur á búnaði og í “venjulegum” Golf og sömu valmöguleikar á aukahlutum. Talandi um aðrar gerðir Golf þá eru þær nánast óteljandi, með bensín- og dísilvélum, sem tvinnbíll, rafmagnsbíll og nú metanbíll. Auk þess fæst hann sem aflmikill GTI bíll og nánast sem ofurbíll í R-útgáfunni. Útgáfurnar á Golf í verðlista Heklu eru 28 og ekki dæmi um annað eins. Í mælaborðinu er bæði metangas- og bensínmælir.Hljóðlát og þýðgeng vél Golf TGI er nú fyrsta skiptið fáanlegur af þessari sjöundu kynslóð Golf og var hann fyrst kynntur á bílasýningunni í Frankfürt, sem nú er nýafstaðin. Engu að síður er bíllinn kominn til Íslands. Áður framleiddi Volkswagen Passat í metan-útfærslu, en er nú hætt því og hefur snúið sér að Golf. Undir Volkswagen-regnhlífinni eru reyndar tveir aðrir bílar með sömu tækni, Audi A3 G-Tron og Skoda Octavia G-Tec og er Octavian líka fáanleg hjá Heklu. Athygli vekur hvað vélin í Golf TGI er hljóðlát og þýðgeng og talsverður munur á henni og dísilvélunum og einskis titrings gætir í bílnum. Þar sem bíllinn er 170 kílóum þyngri en í Golf með hefðbundnu 1,4 l. TSI bensínvélinni er hann þyngri í upptaki og er þrátt fyrir sitt ágæta tog yfir 10 sekúndur í hundraðið, en samt finnst manni aldrei skorta afl við inngjöf. Merkilega lítið finnst hins vegar fyrir þyngdinni í akstri og virðist sem þyngdardreifingin í bílnum bjargi því og rásfesta hans er mjög góð og leggja má talsvert mikið á bílinn áður en hann missir grip. Allt er mjög traust í bílnum og þétt og veghljóð lítið og hreint merkilegt að aka svo góðum bíl sem ekki kostar meira en þetta. Það er vafalaust að þakka hve mikið hefur verið lagt í þróun Golf í öllum sínum gerðum, enda ástæða til fyrir bíl sem selst í meira en milljón eintökum á ári um allan heim.Óvenjulegt útlit í vélarhlífinni.Frábær DSG sjálfskipting Hægt er að fá Golf TGI bæði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra DSG sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og þannig var reynsluakstursbíllinn. Þessi DSG skipting er sem fyrr frábær og þó svo gaman sé að fá ekki stærri bíl en þetta beinskiptan þá er DSG sjálfskiptingin svo góð að varla er hægt annað en mæla með bílnum þannig. Metantankurinn tekur aðeins af skottrými bílsins og tapar hann 89 lítrum þess vegna. Samt er það þokkalegt með 291 lítra rými. Bíllinn er álíka vel búinn að innan og jafn flottur og aðrir Golf bílar en of langt mál er að telja það upp hér og rétt að benda fólki bara á að skoða þennan kostagrip sem kostar svona fáránlega lítið, þökk sé vörugjaldleysi umhverfisvænna bíla. Svo þykir mörgum einmitt góð tilhugsun að eiga slíka bíla og vernda náttúruna í leiðinni.Kostir: Verð, drægni, aksturseiginleikar, lágur rekstrarkostnaðurÓkostir: Lítið skottrými, upptak 1,4 l. bensínvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 3,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 92 g/km CO2 Hröðun: 10,9 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.090.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent