Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 22:43 Hér sést Hreiðar bíða og bíða. mynd/reddit notandinn aidzgrenaidz Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015 Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015
Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30