Bíó og sjónvarp

Craig er hvergi nærri hættur sem James Bond

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Craig á tökustað í mars síðastliðnum.
Daniel Craig á tökustað í mars síðastliðnum. vísir/getty
Daniel Craig mun áfram fara með hlutverk James Bond og mun koma fram í næstu tveimur myndum en nýjasta Bond-myndin, Spectre verður frumsýnd síðar í þessum mánuði.

Þessi 47 ára leikari hefur nú þegar skrifað undir samning þess efnis að hann komi fram sem Bond í einni mynd til viðbótar á eftir Spectre, en sjálfur segist hann ætla taka tvær.

Dave Bautista sem leikur illmennið Mr. Hinx í Spectre segir að Craig hafi tilkynnt þetta fyrir meðleikurum sínum í myndinni.

„Það eru allir að tala um hver eigi að leika Bond þegar hann hættir. Hann er bara ekki tilbúinn að ganga strax frá þessu hlutverki,“ segir Bautista.

Craig kom fram á sjónarsviðið fyrst sem James Bond árið 2006 og þá í myndinni Casino Royale. Spectre verður hans fjórða mynd sem Bond. Damian Lewis, sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Homeland, hefur upp á síðkastið verið nefndur sem arftaki Craig í myndunum vinsælu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.