Búskapur er afstætt hugtak Magnús Guðmundsson skrifar 5. október 2015 00:00 Enn á ný ratar íslenskur svínabúskapur í fréttirnar og því miður er það ekki tilkomið af góðu. Fyrir ríflega ári birtust af því fréttir að enn stunduðu einhverjir svínabændur geldingar á svínum án deyfingar. Af því tilefni var haft eftir Herði Harðarsyni, formanni Svínaræktarfélags Íslands, að „sársauki geti verið afstætt hugtak“. Það er þó hæpið að þetta afstæði hafi verið ofarlega í huga þeirra grísa sem urðu fyrir kvalræðinu. Hið sama gildir um þær skepnur sem hafa þurft að búa við þær aðstæður sem ónefndir íslenskir svínabændur hafa boðið innan sinna búa. Kvalræðið af því að draga fram lífið við slíkar aðstæður hlýtur að vera mikið og kemur þar ekki fremur en fyrr nokkurt afstæði til bjargar. Slíkur aðbúnaður, eins og birtist í skýrslu Matvælastofnunar fyrir skömmu, er í senn áfall fyrir bændur, neytendur sem og alla þá sem láta sig varða dýravernd á Íslandi. Á meðan ekki einn einasti bóndi kannast við það versta sem þar birtist, eru öll íslensk svínabú undir grun um að standa að baki slíku dýraníði sem yfirdýralæknir Matvælastofnunar hefur staðfest að eigi sér stað. Slík staða er auðvitað óásættanleg með öllu. En í skjóli laga og reglugerða er útilokað með öllu að fá staðfest á hvaða búum svo dapurlega er staðið að málum. Það er hins vegar hægt að fá það staðfest að ítrekað eru veittir frestir til úrbóta. Frestir á fresti ofan á meðan málin þokast til betri vegar, að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis Matvælastofnunar, en eru þó greinilega allt annað en í lagi. Ástæðuna fyrir hægaganginum má eflaust rekja til þess að fjárhagslegir hagsmunir þeirra sem að búunum standa eru teknir framyfir hagsmuni dýranna sem eru ræktuð við skelfilegar aðstæður. Hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra um að styrkja skussana til endurbóta með opinberum fjárframlögum, þ.e.a.s. láta skattgreiðendur splæsa í að koma þessu í lag, staðfesta þennan hugsunarhátt. Fjárhagslegir hagsmunir skuli settir í fyrsta sæti á kostnað skattgreiðenda, neytenda og væntanlega þeirra bænda sem standa sómasamlega að rekstri sinna búa. Það hefur reyndar stundum þvælst fyrir íslenskum ráðherrum ákveðin togstreita á milli þess að vinna að hagsmunum stakra aðila fremur en heildarhagsmunum er varða málaflokkinn. Slíkt væri engin nýlunda. Vilji ráðherra bæta stöðuna þá er ýmislegt til ráða og þar skal fyrst nefna upprunamerkingar á landbúnaðarafurðum og aukna möguleika á lífrænni ræktun. Þannig gefst neytendum þess kostur að stýra sinna neyslu í samræmi við þann búskap sem er rekinn á hverju búi fyrir sig. Því eins og staðan er í dag, þar sem ekki einu einasta búi hefur verið lokað þrátt fyrir herfilegan aðbúnað, þá er ljóst að neytendur hafa aðeins eitt úrræði og það er að sniðganga afurðir svínabúanna. Slíkt úrræði er neyðarúrræði sem er þó viðbúið að neytendur grípi til á meðan staðan er þannig að svínabúskapur á Íslandi er greinilega afstæður þar sem sumir halda bú en aðrir reka kjötverksmiðjur af verstu tegund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Enn á ný ratar íslenskur svínabúskapur í fréttirnar og því miður er það ekki tilkomið af góðu. Fyrir ríflega ári birtust af því fréttir að enn stunduðu einhverjir svínabændur geldingar á svínum án deyfingar. Af því tilefni var haft eftir Herði Harðarsyni, formanni Svínaræktarfélags Íslands, að „sársauki geti verið afstætt hugtak“. Það er þó hæpið að þetta afstæði hafi verið ofarlega í huga þeirra grísa sem urðu fyrir kvalræðinu. Hið sama gildir um þær skepnur sem hafa þurft að búa við þær aðstæður sem ónefndir íslenskir svínabændur hafa boðið innan sinna búa. Kvalræðið af því að draga fram lífið við slíkar aðstæður hlýtur að vera mikið og kemur þar ekki fremur en fyrr nokkurt afstæði til bjargar. Slíkur aðbúnaður, eins og birtist í skýrslu Matvælastofnunar fyrir skömmu, er í senn áfall fyrir bændur, neytendur sem og alla þá sem láta sig varða dýravernd á Íslandi. Á meðan ekki einn einasti bóndi kannast við það versta sem þar birtist, eru öll íslensk svínabú undir grun um að standa að baki slíku dýraníði sem yfirdýralæknir Matvælastofnunar hefur staðfest að eigi sér stað. Slík staða er auðvitað óásættanleg með öllu. En í skjóli laga og reglugerða er útilokað með öllu að fá staðfest á hvaða búum svo dapurlega er staðið að málum. Það er hins vegar hægt að fá það staðfest að ítrekað eru veittir frestir til úrbóta. Frestir á fresti ofan á meðan málin þokast til betri vegar, að sögn Sigurborgar Daðadóttur, yfirdýralæknis Matvælastofnunar, en eru þó greinilega allt annað en í lagi. Ástæðuna fyrir hægaganginum má eflaust rekja til þess að fjárhagslegir hagsmunir þeirra sem að búunum standa eru teknir framyfir hagsmuni dýranna sem eru ræktuð við skelfilegar aðstæður. Hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra um að styrkja skussana til endurbóta með opinberum fjárframlögum, þ.e.a.s. láta skattgreiðendur splæsa í að koma þessu í lag, staðfesta þennan hugsunarhátt. Fjárhagslegir hagsmunir skuli settir í fyrsta sæti á kostnað skattgreiðenda, neytenda og væntanlega þeirra bænda sem standa sómasamlega að rekstri sinna búa. Það hefur reyndar stundum þvælst fyrir íslenskum ráðherrum ákveðin togstreita á milli þess að vinna að hagsmunum stakra aðila fremur en heildarhagsmunum er varða málaflokkinn. Slíkt væri engin nýlunda. Vilji ráðherra bæta stöðuna þá er ýmislegt til ráða og þar skal fyrst nefna upprunamerkingar á landbúnaðarafurðum og aukna möguleika á lífrænni ræktun. Þannig gefst neytendum þess kostur að stýra sinna neyslu í samræmi við þann búskap sem er rekinn á hverju búi fyrir sig. Því eins og staðan er í dag, þar sem ekki einu einasta búi hefur verið lokað þrátt fyrir herfilegan aðbúnað, þá er ljóst að neytendur hafa aðeins eitt úrræði og það er að sniðganga afurðir svínabúanna. Slíkt úrræði er neyðarúrræði sem er þó viðbúið að neytendur grípi til á meðan staðan er þannig að svínabúskapur á Íslandi er greinilega afstæður þar sem sumir halda bú en aðrir reka kjötverksmiðjur af verstu tegund.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun