Lífið

Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur.

Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár.

Brynjar Dagur Albertsson bar sigur úr býtum í fyrstu þáttaröðinni en Alda Dís Arnardóttir vann keppnina fyrr á þessu ári.


Tengdar fréttir

Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent

Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.