Matur

Ekta French Toast með jarðarberjum

Eva Laufey Kjaran skrifar
visir.is/evalaufeykjaran

Um helgar nýt ég þess að elda góðan morgunverð og þá er í lagi að gera vel við sig. Þessi uppskrift að eggjabrauði með jarðarberjum og sírópi er einstaklega ljúffeng og ættuð þið að prófa þennan einfalda morgunverð strax um helgina. 

French Toast með kanil og jarðarberjum


Innihald:

4 stórar brauðsneiðar

4 egg

2 dl rjómi

2 msk. appelsínusafi

Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið

½ tsk kanill

1 tsk. Vanilluextract eða dropar

Smá skvetta af hlynsírópi eða ein teskeið sykur

Aðferð: Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar. Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og sírópi út í og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni. Berið brauðin fram með ávöxtum og hlynsírópi.

Njótið vel. 

Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir

Ítölsk eggjakaka með klettasalati og nýrifnum Parmesan

Um helgar þegar við höfum meiri tíma þá er upplagt að skella í eina ljúffenga eggjaköku með blaðlauk, kartöflum og grilluðum paprikum. Fyrirhafnarlítill og einstaklega bragðgóður morgunverður.

Ómótstæðilegt Mac and cheese

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó Eva ómótstæðilegt Mac and Cheese með beikoni í ljúffengri rjómasósu.

Hollur og bragðgóður Chia grautur með ferskum berjum

Í síðasta þætti af Matargleði lagði ég áherslu á einfalda og fljótlega rétti. Ég útbjó meðal annars þennan ljúffenga morgungraut sem tekur enga stund að búa til og er stútfullur af hollustu.

Morgunmatur í krukku

Í síðasta þætti mínum útbjó ég nokkrar útgáfur af hollum og einföldum morgunmat, þessi Chia grautur er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það tekur enga stund að skella í einn svona graut og hann er svakalega hollur en Chia fræin eru mjög nærringarrík og flokkast sem ofurfæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×