Lífið

Smáforrit sem leyfir manni að dæma fólk að koma á markað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Smáforritið mun án efa valda usla.
Smáforritið mun án efa valda usla. Vísir/Getty
Hver þekkir það ekki að gefa veitingastað einkunn í gegnum smáforrit eftir vel heppnaða kvöldstund? Það sama er hægt að gera við hótel, kvikmyndir, háskólaáfanga og margt fleira. Smáforritið Peeple mun taka þetta skrefinu lengra. Með því verður hægt að gefa fólki einkunnir hvort sem því líkar það betur eða verr.

Stefnt er að því að smáforritið komi á markað í nóvember og þá verður hægt að gefa fólki stjörnugjöf, frá einni upp í fimm stjörnur. Þeim sem mislíkar einkunnargjöfin geta heldur ekki skráð sig út eða eytt slæmum umsögnum, um leið og nafn þitt hefur verið sett inn í gagnagrunn smáforritsins verður ekki hægt að eyða því út.

Julia Codray, einn af stofnendum fyrirtækisins á bakvið smáforritið segir að í raun sé það skrýtið að slíkt smáforrit hafi ekki verið til fyrr en nú.

„Fólk eyðir miklum tíma í að skoða umsagnir á netinu þegar kaupir t.d. bíla. Afhverju ekki að gera það nákvæmlega sama þegar það kemur að fólki?,“ spyr Codray.

Til þess að geta gefið fólki stjörnur þarf að staðfesta að maður viðkomandi auk þess sem maður þarf að þekkja símanúmerið hjá þeim sem maður bætir í gagnagrunninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×