Lífið

Pétur Jóhann uppi á þaki Hörpu: „Ég fæ alveg svona kitlitilfinningu í spöngina“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pétur Jóhann Sigfússon er mögulega lofthræddasti maður landsins. Hann lét það þó ekki stoppa sig í að kíkja í heimsókn í Hörpu, fara þar upp undir rjáfur og alla leið upp á þak. Pétri stóð reyndar ekki á sama tímabili:

„Nei... nei.... nei.... Ertu að grínast drengur? Já... þetta er nú ekkert mál. Þetta er ekkert mál. Þessu treysti ég mér alveg í. Sérðu þetta? Nei... heyrðu nei. Þetta er ennþá verra, að vera á fjórum fótum. Ég fæ alveg svona kitlitilfinningu í spöngina. Eru bara konur með spöng eða? Hvernig virkar þetta?“

Innslagið má sjá hér að ofan en Pétur Jóhann prófaði líka hljóðgæðin í Eldborgarsal Hörpu og heilsaði upp á hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×