Kröfuhafar samþykkja að greiða ríkinu 330 milljarða 1. október 2015 00:00 Málin voru rædd í fundarhléi á kröfuhafafundi Kaupþings í gær. fréttablaðið/pjetur Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafa samþykkt að greiða stöðugleikaframlag til ríkissjóðs sem áætlað er að muni að lágmarki nema 330 milljörðum króna. Á kröfuhafafundi Kaupþings í gær var greiðsla stöðugleikaframlags samþykkt með 99,9 prósentum greiddra atkvæða. Slitastjórnin áætlar að greiðslan nemi um 120 milljörðum króna, sem samsvarar 14,2 prósentum af eignum Kaupþings. Hve há upphæðin verður að lokum mun þó m.a. velta á því hve mikið fæst fyrir sölu Arion banka sem slitabú Kaupþings á 87 prósenta hlut í. Kröfuhafar Glitnis hafa þegar samþykkt að greiða stöðugleikaframlag sem búist er við að nemi á milli 210 og 260 milljörðum króna. Lægri talan miðast við að takist að selja Íslandsbanka fyrir erlendan gjaldeyri en sú hærri að greitt verði fyrir bankann með íslenskum krónum. Samtals er því ráðgert að stöðugleikframlag Glitnis og Kaupþings muni nemi á milli 330 og 380 milljörðum króna. Greiðsla stöðugleikaframlags veltur þó á því að undanþága frá gjaldeyrishöftum fáist og nauðasamningar verði samþykktir fyrir héraðsdómi fyrir áramót. Bæði Kaupþing og Glitnir hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum til Seðlabanka Íslands. Gangi það ekki eftir verður 39 prósenta stöðugleikaskattur lagður á slitabúin. Í tilfelli Glitnis eru 39 prósent af eignum 379 milljarðar króna en 327 milljarðar króna í tilfelli Kaupþings, samtals um 705 milljarðar króna. Slitabúin hafa þó tækifæri til að lækka greiðslu stöðugleikaskatts með ákveðnum fjárfestingum. Því munu slitabú Glitnis og Kaupþings að hámarki spara sér um 375 milljarða króna með greiðslu stöðugleikaframlags. Þá hafa kröfuhafar bæði Kaupþings og Glitnis samþykkt að leggja til hliðar jafnvirði um 10 milljarða króna í skaðleysissjóði vegna hugsanlegra lögsókna á hendur meðlimum slitastjórna vegna uppgjöra búanna. Á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans (LBI), sem fer fram á morgun, verða greidd atkvæði um greiðslu stöðugleikaframlags. Þá verður einnig greitt atkvæði um að leggja til fé í skaðleysissjóð fyrir meðlimi slitastjórnarinnar til að standa straum af hugsanlegum lögsóknum á hendur henni.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira