Brynjar: Craion ekki í sínu besta formi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 00:00 Brynjar Þór Björnsson var langatkvæðamestur í KR-liðinu. Vísir/Valli Brynjar Þór Björnsson segir að Michael Craion hafi fengið áminningu frá Ragnari Nathanaelssyni í kvöld, er KR vann sigur á Þór, 90-80, í annarri umferð Domino's-deildar karla í kvöld. Ragnar skoraði 25 stig og tók sautján fráköst í leiknum. Hann fékk aðeins þrjár villur þrátt fyrir mikla baráttu við Craion undir körfunni á báðum endum vallarins. „Þórsarar hafa spilað vel í haust og þeir komu okkur ekki á óvart. Raggi Nat var stórkostlegur í kvöld - hann hljóp völinn fram og til baka í 35 mínútur og það sást varla á honum,“ sagði Brynjar Þór eftir leikinn í kvöld. „Það var erfitt að eiga við hann. Við réðum ekkert við hann. Ragnar var að klára vel og var óvenjulega mjúkur. Mýkri en ég hef séð hann áður,“ sagði Brynjar og brosti. Brynjar segir að leikurinn í kvöld hafi verið áminning fyrir Michael Craion sem átti í miklu basli með Ragnar. „Klárlega. Hann er ekki í sínu besta formi og það sýndi sig í dag. Hann er skrefi eða tveimur hægari en hann var í úrslitakeppninni í fyrra og það munar miklu um það.“ Brynjar segir að Þórsarar hafi farið að þreytast undir lok leiksins, þegar KR-ingar tóku völdin í leiknum. „Þeir spiluðu hátt tempó á okkur og hittu vel. En þeir urðu þreyttir og þrátt fyrir allt fannst mér þetta þokkalega spilað hjá okkur, þegar maður lítur á heildina. Þetta er klárlega skref fram á við miðað við síðasta leik.“ KR tapaði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð og Brynjar viðurkennir að honum hafi flogið til hugar að mögulega kæmi annað tap í kvöld. „En það var enn mikið eftir - 15 mínútur - og það er nóg til að vinna körfuboltaleik.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson segir að Michael Craion hafi fengið áminningu frá Ragnari Nathanaelssyni í kvöld, er KR vann sigur á Þór, 90-80, í annarri umferð Domino's-deildar karla í kvöld. Ragnar skoraði 25 stig og tók sautján fráköst í leiknum. Hann fékk aðeins þrjár villur þrátt fyrir mikla baráttu við Craion undir körfunni á báðum endum vallarins. „Þórsarar hafa spilað vel í haust og þeir komu okkur ekki á óvart. Raggi Nat var stórkostlegur í kvöld - hann hljóp völinn fram og til baka í 35 mínútur og það sást varla á honum,“ sagði Brynjar Þór eftir leikinn í kvöld. „Það var erfitt að eiga við hann. Við réðum ekkert við hann. Ragnar var að klára vel og var óvenjulega mjúkur. Mýkri en ég hef séð hann áður,“ sagði Brynjar og brosti. Brynjar segir að leikurinn í kvöld hafi verið áminning fyrir Michael Craion sem átti í miklu basli með Ragnar. „Klárlega. Hann er ekki í sínu besta formi og það sýndi sig í dag. Hann er skrefi eða tveimur hægari en hann var í úrslitakeppninni í fyrra og það munar miklu um það.“ Brynjar segir að Þórsarar hafi farið að þreytast undir lok leiksins, þegar KR-ingar tóku völdin í leiknum. „Þeir spiluðu hátt tempó á okkur og hittu vel. En þeir urðu þreyttir og þrátt fyrir allt fannst mér þetta þokkalega spilað hjá okkur, þegar maður lítur á heildina. Þetta er klárlega skref fram á við miðað við síðasta leik.“ KR tapaði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð og Brynjar viðurkennir að honum hafi flogið til hugar að mögulega kæmi annað tap í kvöld. „En það var enn mikið eftir - 15 mínútur - og það er nóg til að vinna körfuboltaleik.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30